Ólafur Jóhannesson og Davíð Smári Lamude eru mestu mátar og halda góðu sambandi. Davíð, sem tók nýlega við Njarðvík eftir að hafa gert Vestra að bikarmeistara í sumar, fór fögrum orðum um Ólaf í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 fyrir nokkrum vikum.
Þar greindi hann frá því að þeir tveir tala oft saman um boltann.
„Það er alltaf jafngaman að heyra í honum. Við höfum verið í miklu sambandi, Óli Jó er einn af þeim sem sagði mér að taka Vestrastarfið á sínum tíma. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir hans skoðunum. Okkar samband hefur verið mjög gott," sagði Davíð.
Þar greindi hann frá því að þeir tveir tala oft saman um boltann.
„Það er alltaf jafngaman að heyra í honum. Við höfum verið í miklu sambandi, Óli Jó er einn af þeim sem sagði mér að taka Vestrastarfið á sínum tíma. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir hans skoðunum. Okkar samband hefur verið mjög gott," sagði Davíð.
Ólafur var svo í viðtali í þættinum síðasta laugardag og sagði frá því hvernig samband hans og Davíðs hófst.
„Ég var að kaupa mér skrúfjárn í Verkfæralagernum... það var kannski ekki skrúfjárn en ég stóð allavega við afgreiðsluborðið. Þá kemur hann við hliðina á mér. Ég hafði aldrei talað við þennan mann en vissi að hann væri að þjálfa og heilsaði honum. Við töluðum aðeins saman inni í búðinni en ég hugsa að við höfum talað saman fyrir utan búðina í svona einn og hálfan tíma eftir þetta. Um fótbolta og eitt og annað," segir Ólafur.
„Það er frábært að tala við hann, hann er með góðar hugmyndir um fótbolta og ástríðumaður. Upp frá því höfum við reglulega hringt í hvorn annan og spjallað saman. Hann er toppmaður."
Athugasemdir



