Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 03. júlí 2022 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vera Pauw: Mér var nauðgað af háttsettum embættismanni
Mynd: EPA

Vera Pauw var öflugur varnarmaður og lék á sínum tíma 89 landsleiki fyrir Holland áður en hún lagði skóna á hilluna til að taka við stjórn á skoska landsliðinu 2004.


Vera gerði vel með Skota og var þar í sex ár áður en hún tók við hollenska landsliðinu þar sem hún var í önnur sex ár.

Í kjölfarið af því hefur Vera þjálfað rússneska landsliðið, suður-afríska landsliðið og félagslið Houston Dash í bandarísku kvennadeildinni. Í dag er hún þjálfari írska landsliðsins og hefur verið undanfarin þrjú ár.

Í gær gaf Vera frá sér yfirlýsingu þar sem hún skilar skömminni eftir 35 ár í hljóði og ásakar starfsmenn hollenska knattspyrnusambandsins um nauðgun og kynferðislegt áreiti.

„Ég hef grafið þetta leyndarmál í 35 ár. Ég faldi þetta frá heiminum, vinum mínum og meira að segja sjálfri mér. Mínir nánustu hafa aldrei heyrt af því þegar mér var nauðgað af háttsettum embættismanni hollenska knattspyrnusambandsins," segir meðal annars í yfirlýsingunni frá Veru.

„Seinna varð ég fyrir kynferðisofbeldi af hálfu tveggja annarra embættismanna knattspyrnusambandsins og sama hvert ég sneri mér þá var enginn sem gat hjálpað. Það eru aðeins nokkrir aðilar sem ég treysti sem vita af kynferðisofbeldinu, valdníðslunni, útskúfuninni, þögguninni og ógninni sem ég hef verið beitt sem leikmaður og þjálfari í hollenska landsliðinu."


Athugasemdir
banner
banner
banner