Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   fim 03. júlí 2025 23:50
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Sáttur við stigið úr því sem komið var“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 2-2 jafntefli gegn Breiðabliki í Mosfellsbænum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  2 Breiðablik

„Það að lenda 2-0 undir gegn Íslandsmeisturunum og ná að snúa því við sýnir trúna og liðsheildina í hópnum og mér fannst það vera mjög öflugt. Þetta er fjórði leikurinn í röð í deildinni sem við lendum í því að lenda undir sem er náttúrulega ekki ætlunin og við þurfum að bæta það. Í öllum leikjunum komum við til baka, jöfnum, og í þremur af þeim erum við að ná í stig þannig það sýnir hvað það er mikil trú í hópnum.“

Afturelding leitar mikið út í breiddina í sínum sóknarleik sem gekk ekki nægilega vel í fyrri hálfleik en það breyttist þó í seinni. Hverju breyttu þeir í hálfleik?

„Við skerptum á ákveðnum hlutum, já, og það var eitt af því sem við fórum yfir og reyndum að gera. Markið náttúrulega, annað markið, kemur þannig. Við komumst upp hérna vinstra megin, frábær fyrirgjöf og frábært spil sem endar á því að Bennsi skorar. Mér fannst mörkin bæði mjög góð og bara hörku öflug frammistaða hjá strákunum í dag.“

Sumarglugginn nálgast óðfluga og aðspurður hvort Afturelding ætli sér að sækja Ísak Snæ Þorvaldsson segir hann: 

„Ísak er frábær leikmaður, Mosfellingur og Aftureldingarmaður í húð og hár, þannig að ef að hann hefur áhuga á að koma hingað þá standa dyrnar alltaf opnar fyrir hann, það er engin spurning. Við viljum hafa þessa öflugu Mosfellinga sem flesta hérna heima hjá okkur. Ef þeir eru að hugsa sér til hreyfings og að koma heim þá held ég að það sé bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270.“

Nánar er rætt við Magnús má í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner