Reims er búið að tryggja sér enska U21 landsliðsmanninn Folarin Balogun á lánssamningi út tímabilið.
Franska félagið vildi fá kaupmöguleika með lánssamningnum en Arsenal hafnaði því.
Balogun hefur skorað 6 mörk í 11 leikjum með U21 landsliði Englands og þykir gríðarlega efnilegur.
Í janúar var hann lánaður til Middlesbrough í Championship deildinni þar sem hann skoraði þrisvar og gaf þrjár stoðsendingar í átján leikjum.
Balogun er samningsbundinn Arsenal til 2025 og mun freista þess að veita Gabriel Jesus og Eddie Nketiah samkeppni á næsta tímabili.
𝘜𝘯𝘦 𝘢𝘯𝘯𝘰𝘯𝘤𝘦 𝘱𝘦𝘶𝘵 𝘦𝘯 𝘤𝘢𝘤𝘩𝘦𝘳 𝘶𝘯𝘦 𝘢𝘶𝘵𝘳𝘦... 👀😏 pic.twitter.com/Gw4GTY5FTX
— Stade de Reims (@StadeDeReims) August 3, 2022
Athugasemdir