Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 03. ágúst 2022 17:40
Ívan Guðjón Baldursson
Man City er að kaupa Sergio Gomez
Gomez var hjá Huesca á lánssamningi frá 2019 til 2021, áður en hann skipti til Anderlecht. Þar spilaði hann 68 leiki og öðlaðist dýrmæta reynslu úr spænska boltanum.
Gomez var hjá Huesca á lánssamningi frá 2019 til 2021, áður en hann skipti til Anderlecht. Þar spilaði hann 68 leiki og öðlaðist dýrmæta reynslu úr spænska boltanum.
Mynd: EPA

Manchester City er ekki langt frá því að komast að samkomulagi við belgíska stórveldið Anderlecht um kaupverð á vinstri bakverðinum Sergio Gomez. Anderlecht er talið vilja um 20 milljónir evra.


Gomez er 21 árs og er gríðarlega sókndjarfur bakvörður sem getur einnig leikið á kantinum. Hann skoraði sjö mörk og gaf fimmtán stoðsendingar í 45 leikjum á síðustu leiktíð.

Man City vantar vinstri bakvörð eftir söluna á Oleksandr Zinchenko en óljóst er hvort Gomez myndi strax byrja að spila fyrir félagið eða hvort hann yrði lánaður út til Girona, sem er einnig í eigu City Football Group, á Spáni.

City er á höttunum eftir Marc Cucurella, vinstri bakverði Brighton, en er ekki tilbúið til að borga meira en 40 milljónir punda fyrir. Brighton vill 50 milljónir.

Bæði Cucurella og Gomez eru spænskir. Sá síðarnefndi á 50 leiki að baki fyrir yngri landsliðin og hefur til að mynda skorað fjögur mörk í fimm leikjum með U21 liðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner