Chelsea hafa verið líflegir í glugganum í sumar. Þeir eru þó hvergi nærri hættir því þeir eru með augað á tveimur sóknarmönnum Manchester City sem gætu báðir tveir hugsað sér til hreyfings í sumar.
Oscar Bobb hefur lítið fengið að spila fyrir Pep Guardiola hjá Man City þar sem spæsnki þjálfarinn er með nokkra heimsklassa framherja sem erfitt er að slá úr liðinu.
Þegar Bobb hefur fengið að spila hefur hann verið góður og vakið athygli meðal ráðgjafa Chelsea sem íhuga að kaupa hann. Norðmaðurinn kom til Man City árið 2019 og hefur leikið 26 leiki þar síðan.
Bobb er sagður vera metinn á meira en 21 milljón punda en hann er samningsbundinn Manchester City til ársins 2029.
Hann er þó ekki eini framherji Manchester City sem Chelsea hyggst kaupa. Julian Alvarez er einnig á óskalista Chelsea en hann er talinn vera ósáttur með spilatímann sinn hjá Manchester liðinu.
PSG og Atletico Madrid eru á eftir framherjanum ásamt Chelsea. Talið er að Alvarez kosti u.þ.b. 60 milljónir punda ásamt auka 17 milljónum punda.
Það verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála hjá Oscar Bobb og Julian Alvarez á komandi dögum en skyldi Chelsea kaupa þá báða myndi það kosta í hið minnsta 98 milljónir punda.