Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
   sun 03. ágúst 2025 14:27
Brynjar Ingi Erluson
Skoraði með skalla tveimur mínútum eftir að hafa komið inn á - Sigur í fyrsta leik Brynjars
Ari SIgurpáls nýtti tækifærið með Elfsborg
Ari SIgurpáls nýtti tækifærið með Elfsborg
Mynd: Elfsborg
Viðar Ari skoraði í tapi Ham/Kam
Viðar Ari skoraði í tapi Ham/Kam
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ari Sigurpálsson nýtti tækifærið með Elfsborg sem vann 2-1 sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Ari og Júlíus Magnússon hafa báðir mátt þola mikla bekkjarsetu undanfarið.

Júlíus var áfram á bekknum í dag án þess að spila en Ari kom inn á í markalausri stöðu á 73. mínútu og þakkaði fyrir tækifærið með góðu skallamarki tveimur mínútum síðar.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Elfsborg sem er í 3. sæti deildarinnar með 35 stig, átta stigum frá toppnum.



Gísli Eyjólfsson og Mikael Neville Anderson byrjuðu báðir er Djurgården og Halmstad skildu jöfn, 1-1. Mikael lék allan leikinn með Djurgården á meðan Gísli spilaði tæpar 70 mínútur með Halmstad.

Djurgården er í 7. sæti með 26 stig en Halmstad í 12. sæti með 18 stig.

Brynjar Ingi Bjarnason þreytti frumraun sína með Greuther Furth í fyrstu umferð þýsku B-deildarinnar í dag. Liðið vann Dynamo Dresden, 3-2, og lék Brynjar allan leikinn í vörninni.

Viðar Ari Jónsson, fyrrum samherji Brynjars hjá Ham/Kam, skoraði eina mark norska liðsins sem tapaði fyrir Bodö/Glimt, 3-1, í úrvalsdeildinni í Noregi. Viðar kom inn af bekknum á 62. mínútu og skoraði mínútu síðar.

Ham/Kam er í 14. sæti með 17 stig.
Athugasemdir
banner