Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 03. september 2022 16:21
Aksentije Milisic
2. deild: Þróttur í Lengjudeildina (Staðfest) - Magni féll eftir jafntefli gegn KFA
Til hamingju Þróttur!
Til hamingju Þróttur!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnamenn féllu í dag.
Magnamenn féllu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Fjórum leikjum var að ljúka í 2. deild karla en Þróttur þurfti einungis eitt stig til að tryggja sæti sitt í Lengjudeildinni að ári á meðan Magni þurfti að vinna til þess að falla ekki í 3. deildina.


Þetta var aldrei spurning hjá Þrótturum í dag en þeir unnu leikinn sinn gegn Haukum með þremur mörkum gegn engu.

Guðmundur Axel Hilmarsson kom liðinu yfir í fyrri hálfleiknum og svo sá Ernest Slupski um það að klára leikinn fyrir Þrótt í síðari hálfleiknum.

Þróttir er því komi í Lengjudeildina að ári og fylgir Njarðvík upp um deild. Njarðvík tapaði í dag gegn KF á Ólafsfirði með fjórum mörkum gegn tveimur. KF er með öruggt sæti í 2. deildinni að ári.

Magni frá Grenivík er fallið niður í 3. deildina en liðið þurfti að vinna KFA í dag til að eiga von. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en KFA á enn í smá hættu á að falla.

Víkingur Ó vann 2-1 sigur á Reyni Sandgerði og bjargaði sér þar með frá falli endanlega.


Þróttur 3-0 Haukar
1-0 Guðmundur Axel Hilmarsson ('4)
2-0 Ernest Slupski ('50)
3-0 Ernest Slupski ('60)
Lestu nánar um leikinn hér.

KF 4-2 Njarðvík
Mörk KF: Þorvaldur Daði, Þorsteinn Már, Julio Cesar (2)

Magni 1-1 KFA
1-0 Þorsteinn Ágúst ('65)
1-1 ('83)

Víkingur Ó. 2-1 Reynir S.
1-0 Luke Williams ('22)
2-0 Bjartur Barmi Barkarson - Víti ('31)
2-1 Magnús Magnússon ('68)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner