Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   lau 03. september 2022 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann er ekki í því formi sem íþróttamanni sæmir fyrir 2. deild"
Atli Sveinn Þórarinsson.
Atli Sveinn Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldvin Már Borgarsson (hér til hægri).
Baldvin Már Borgarsson (hér til hægri).
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Hauka, var svekktur eftir tap gegn Þrótti í 2. deild karla í dag.

Haukar eru núna búnir að tapa fimm leikjum í röð.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  0 Haukar

„Eins og í fyrri leikjum þá eigum við í erfiðleikum með að skapa færi. Við prófuðum að fara í nýtt kerfi og við vorum að vonast til þess að það myndi virka betur. Í 80 mínútur er Þróttur ekki að skapa sér færi. Við erum barnalegir í dekkun. Í þriðja markinu sendum við níu metra sendingu og þeir komast inn í hana," sagði Atli Sveinn.

„Við vorum ekki nægilega góðir sóknarlega. Það hefur verið vandamál í síðustu leikjum og við erum að reyna að finna lausnir á því."

Atli segir að það megi draga lærdóm af þessu tímabili en Haukar verða áfram í 2. deild á næstu leiktíð.

Það kom upp áhugavert mál á dögunum þar sem Haukar voru verulega ósáttir við það þegar aðstoðarþjálfari Ægis, Baldvin Már Borgarsson, skipti sjálfum sér inn á í leik gegn þeim. Haukarnir voru sagðir gjörsamlega trylltir yfir því.

„Baldvin er góður félagi minn, ég lít þannig á það. Ég veit ekki hvernig hann lítur á það sjálfur, en ég lít ekki á hann sem leikmann í formi til að spila í 2. deild. Þó við höfum kannski ekki alltaf sýnt það í sumar þá erum við að reyna að leggja mikið á okkur. Við byrjum í október/nóvember að vera í formi með fitumælingar, ástandsmælingar, matarræði, svefn og allt. Baldvin er góður vinur minn og ég segi þetta með fullri virðingu, en hann er ekki í því formi sem íþróttamanni sæmir fyrir 2. deild."

„Ef að Ægismenn líta þannig á það þá ætla ég að vona að þeir séu ekki með marga leikmenn í þannig líkamlegu ásigkomulagi."

„Ég lít á þetta sem vanvirðingu því ég er til dæmis hérna í dag með tvo leikmenn sem koma ekkert inn á. Það eru leikmenn sem eru að leggja á sig, eru í flottu standi og eru flottir leikmenn. Ég erfi þetta ekki við Baldvin eða Ægi. Ef þeir vilja gera þetta svona, þá gera þeir það. Mér finnst þetta gera lítið úr fótboltanum í 2. deild og neðri deildum. Þetta hjálpar við að viðhalda einhverjum pöbbastimpli á þessu," sagði Atli Sveinn.

Það vakti athygli að í þessum leik Ægis og Hauka - sem var á dögunum - að þá voru tveir útileikmenn enn ónotaðir varamenn þegar Baldvin kom inn á.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Yfirlýsing frá Ægi: Var ráðinn spilandi aðstoðarþjálfari liðsins
Athugasemdir
banner
banner