Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   lau 03. september 2022 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann er ekki í því formi sem íþróttamanni sæmir fyrir 2. deild"
Atli Sveinn Þórarinsson.
Atli Sveinn Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldvin Már Borgarsson (hér til hægri).
Baldvin Már Borgarsson (hér til hægri).
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Hauka, var svekktur eftir tap gegn Þrótti í 2. deild karla í dag.

Haukar eru núna búnir að tapa fimm leikjum í röð.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  0 Haukar

„Eins og í fyrri leikjum þá eigum við í erfiðleikum með að skapa færi. Við prófuðum að fara í nýtt kerfi og við vorum að vonast til þess að það myndi virka betur. Í 80 mínútur er Þróttur ekki að skapa sér færi. Við erum barnalegir í dekkun. Í þriðja markinu sendum við níu metra sendingu og þeir komast inn í hana," sagði Atli Sveinn.

„Við vorum ekki nægilega góðir sóknarlega. Það hefur verið vandamál í síðustu leikjum og við erum að reyna að finna lausnir á því."

Atli segir að það megi draga lærdóm af þessu tímabili en Haukar verða áfram í 2. deild á næstu leiktíð.

Það kom upp áhugavert mál á dögunum þar sem Haukar voru verulega ósáttir við það þegar aðstoðarþjálfari Ægis, Baldvin Már Borgarsson, skipti sjálfum sér inn á í leik gegn þeim. Haukarnir voru sagðir gjörsamlega trylltir yfir því.

„Baldvin er góður félagi minn, ég lít þannig á það. Ég veit ekki hvernig hann lítur á það sjálfur, en ég lít ekki á hann sem leikmann í formi til að spila í 2. deild. Þó við höfum kannski ekki alltaf sýnt það í sumar þá erum við að reyna að leggja mikið á okkur. Við byrjum í október/nóvember að vera í formi með fitumælingar, ástandsmælingar, matarræði, svefn og allt. Baldvin er góður vinur minn og ég segi þetta með fullri virðingu, en hann er ekki í því formi sem íþróttamanni sæmir fyrir 2. deild."

„Ef að Ægismenn líta þannig á það þá ætla ég að vona að þeir séu ekki með marga leikmenn í þannig líkamlegu ásigkomulagi."

„Ég lít á þetta sem vanvirðingu því ég er til dæmis hérna í dag með tvo leikmenn sem koma ekkert inn á. Það eru leikmenn sem eru að leggja á sig, eru í flottu standi og eru flottir leikmenn. Ég erfi þetta ekki við Baldvin eða Ægi. Ef þeir vilja gera þetta svona, þá gera þeir það. Mér finnst þetta gera lítið úr fótboltanum í 2. deild og neðri deildum. Þetta hjálpar við að viðhalda einhverjum pöbbastimpli á þessu," sagði Atli Sveinn.

Það vakti athygli að í þessum leik Ægis og Hauka - sem var á dögunum - að þá voru tveir útileikmenn enn ónotaðir varamenn þegar Baldvin kom inn á.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Yfirlýsing frá Ægi: Var ráðinn spilandi aðstoðarþjálfari liðsins
Athugasemdir
banner
banner