Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   lau 03. september 2022 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann er ekki í því formi sem íþróttamanni sæmir fyrir 2. deild"
Atli Sveinn Þórarinsson.
Atli Sveinn Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldvin Már Borgarsson (hér til hægri).
Baldvin Már Borgarsson (hér til hægri).
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Hauka, var svekktur eftir tap gegn Þrótti í 2. deild karla í dag.

Haukar eru núna búnir að tapa fimm leikjum í röð.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  0 Haukar

„Eins og í fyrri leikjum þá eigum við í erfiðleikum með að skapa færi. Við prófuðum að fara í nýtt kerfi og við vorum að vonast til þess að það myndi virka betur. Í 80 mínútur er Þróttur ekki að skapa sér færi. Við erum barnalegir í dekkun. Í þriðja markinu sendum við níu metra sendingu og þeir komast inn í hana," sagði Atli Sveinn.

„Við vorum ekki nægilega góðir sóknarlega. Það hefur verið vandamál í síðustu leikjum og við erum að reyna að finna lausnir á því."

Atli segir að það megi draga lærdóm af þessu tímabili en Haukar verða áfram í 2. deild á næstu leiktíð.

Það kom upp áhugavert mál á dögunum þar sem Haukar voru verulega ósáttir við það þegar aðstoðarþjálfari Ægis, Baldvin Már Borgarsson, skipti sjálfum sér inn á í leik gegn þeim. Haukarnir voru sagðir gjörsamlega trylltir yfir því.

„Baldvin er góður félagi minn, ég lít þannig á það. Ég veit ekki hvernig hann lítur á það sjálfur, en ég lít ekki á hann sem leikmann í formi til að spila í 2. deild. Þó við höfum kannski ekki alltaf sýnt það í sumar þá erum við að reyna að leggja mikið á okkur. Við byrjum í október/nóvember að vera í formi með fitumælingar, ástandsmælingar, matarræði, svefn og allt. Baldvin er góður vinur minn og ég segi þetta með fullri virðingu, en hann er ekki í því formi sem íþróttamanni sæmir fyrir 2. deild."

„Ef að Ægismenn líta þannig á það þá ætla ég að vona að þeir séu ekki með marga leikmenn í þannig líkamlegu ásigkomulagi."

„Ég lít á þetta sem vanvirðingu því ég er til dæmis hérna í dag með tvo leikmenn sem koma ekkert inn á. Það eru leikmenn sem eru að leggja á sig, eru í flottu standi og eru flottir leikmenn. Ég erfi þetta ekki við Baldvin eða Ægi. Ef þeir vilja gera þetta svona, þá gera þeir það. Mér finnst þetta gera lítið úr fótboltanum í 2. deild og neðri deildum. Þetta hjálpar við að viðhalda einhverjum pöbbastimpli á þessu," sagði Atli Sveinn.

Það vakti athygli að í þessum leik Ægis og Hauka - sem var á dögunum - að þá voru tveir útileikmenn enn ónotaðir varamenn þegar Baldvin kom inn á.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Yfirlýsing frá Ægi: Var ráðinn spilandi aðstoðarþjálfari liðsins
Athugasemdir