Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 03. september 2022 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann er ekki í því formi sem íþróttamanni sæmir fyrir 2. deild"
Atli Sveinn Þórarinsson.
Atli Sveinn Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldvin Már Borgarsson (hér til hægri).
Baldvin Már Borgarsson (hér til hægri).
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Hauka, var svekktur eftir tap gegn Þrótti í 2. deild karla í dag.

Haukar eru núna búnir að tapa fimm leikjum í röð.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  0 Haukar

„Eins og í fyrri leikjum þá eigum við í erfiðleikum með að skapa færi. Við prófuðum að fara í nýtt kerfi og við vorum að vonast til þess að það myndi virka betur. Í 80 mínútur er Þróttur ekki að skapa sér færi. Við erum barnalegir í dekkun. Í þriðja markinu sendum við níu metra sendingu og þeir komast inn í hana," sagði Atli Sveinn.

„Við vorum ekki nægilega góðir sóknarlega. Það hefur verið vandamál í síðustu leikjum og við erum að reyna að finna lausnir á því."

Atli segir að það megi draga lærdóm af þessu tímabili en Haukar verða áfram í 2. deild á næstu leiktíð.

Það kom upp áhugavert mál á dögunum þar sem Haukar voru verulega ósáttir við það þegar aðstoðarþjálfari Ægis, Baldvin Már Borgarsson, skipti sjálfum sér inn á í leik gegn þeim. Haukarnir voru sagðir gjörsamlega trylltir yfir því.

„Baldvin er góður félagi minn, ég lít þannig á það. Ég veit ekki hvernig hann lítur á það sjálfur, en ég lít ekki á hann sem leikmann í formi til að spila í 2. deild. Þó við höfum kannski ekki alltaf sýnt það í sumar þá erum við að reyna að leggja mikið á okkur. Við byrjum í október/nóvember að vera í formi með fitumælingar, ástandsmælingar, matarræði, svefn og allt. Baldvin er góður vinur minn og ég segi þetta með fullri virðingu, en hann er ekki í því formi sem íþróttamanni sæmir fyrir 2. deild."

„Ef að Ægismenn líta þannig á það þá ætla ég að vona að þeir séu ekki með marga leikmenn í þannig líkamlegu ásigkomulagi."

„Ég lít á þetta sem vanvirðingu því ég er til dæmis hérna í dag með tvo leikmenn sem koma ekkert inn á. Það eru leikmenn sem eru að leggja á sig, eru í flottu standi og eru flottir leikmenn. Ég erfi þetta ekki við Baldvin eða Ægi. Ef þeir vilja gera þetta svona, þá gera þeir það. Mér finnst þetta gera lítið úr fótboltanum í 2. deild og neðri deildum. Þetta hjálpar við að viðhalda einhverjum pöbbastimpli á þessu," sagði Atli Sveinn.

Það vakti athygli að í þessum leik Ægis og Hauka - sem var á dögunum - að þá voru tveir útileikmenn enn ónotaðir varamenn þegar Baldvin kom inn á.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Yfirlýsing frá Ægi: Var ráðinn spilandi aðstoðarþjálfari liðsins
Athugasemdir
banner
banner