Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 03. september 2022 12:30
Aksentije Milisic
Tuchel: Félagið bjóst við meiru frá Gilmour
Mynd: EPA

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hefur útskýrt ákvörðun félagsins að selja Billy Gilmour til Brighton undir lok félagskiptagluggans.


Það kom nokkrum á óvart að Chelsea hafi selt Skotann en hann fór til Brighton á 9 milljónir punda.

Gilmour kom til Chelsea frá Rangers þegar hann var sextán ára og leit hann mjög vel út í fyrstu leikjunum sínum fyrir félagið þegar Frank Lampard gaf honum tækifærið.

Síðan Tuchel kom til félagsins hefur Gilmour ekki fengið mörg tækifæri en hann var á láni hjá Norwich á síðustu leiktíð. Chelsea ætlaði ekki að selja Gilmour en ákvað þó að gera eftir að leikmaðurinn óskaði eftir því.

„Við bjuggumst við miklu meiru frá Gilmour og hann spilaði fyrsta hálfa árið þegar ég kom. Hann spilaði nokkra mikilvæga leiki og vildi svo nýja áskorun sem hann fékk hjá Norwich en það ekki ekki alltof vel,” sagði Tuchel.

„Við bjuggumst við meiru, hann bjóst við meiru, svo það var erfitt bæði fyrir hann og fyrir okkur, að honum tókst ekki að spila meira hjá Norwich. Að falla og spila síðan allt í einu fyrir Chelsea sem berst fyrir titlum og spilar í topp fjórum.”

„Það er risa skref þarna á milli. Billy vildi ekki fara aftur á lán svo við tókum sú ákvörðun að selja hann.”

Billy spilaði 22 leiki fyrir Chelsea á þremur árum en hann er fastamaður í skoska landsliðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner