Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
banner
   þri 03. september 2024 20:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undrandi á því að Eze hafi verið áfram hjá Crystal Palace
Mynd: EPA

Það kom Steve Parish, stjórnarformanni Crystal Palace, gríðarlega mikið á óvart að félaginu tókst að halda Eberechi Eze.

Félagið seldi Michael Olise til Bayern Munchen fyrir 50 milljónir punda og þá vildi Newcastle fá Marc Guehi. Man City sýndi Eze áhuga í sumar en hann var áfram hjá félaginu.


„Ég hafði miklar áhyggjur af því að missa Olise og Eze í sama glugganum. Það var ekki eins mikill áhugi á Eze og við héldum," sagði Parish í samtali við Sky Sports.

„Ég var undrandi. Ég meina, þessi maður er stórkostlegur fótboltamaður og frábær manneskja."

Eze er fastamaður í liði Palace og hefur skorað tvö mörk í fyrstu þremur leikjunum á timabilinu. Hann hefði getað verið búinn að skora þrjú mörk en Samuel Barrott dómari leiks Palace gegn West Ham í fyrstu umferð sagðist hafa gert mistök þegar hann dæmdi mark af honum í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner