Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mán 22. júlí 2024 10:33
Elvar Geir Magnússon
Man City gæti gert tilboð í Eze
Eze í leik með enska landsliðinu á EM.
Eze í leik með enska landsliðinu á EM.
Mynd: EPA
Mirror segir að Englandsmeistarar Manchester City hafi áhuga á Eberechi Eze, miðjumanni Crystal Palace.

Sagt er að City sé að íhuga að gera 68 milljóna punda tilboð í enska landsliðsmanninn.

Framtíð Kevin De Bruyne hefur verið í umræðunni en einhverjir fjölmiðlar hafa því haldið fram að Belginn hafi gert munnlegt samkomulag við Al-Ittihad í Sádi Arabíu.

Ítalski fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir hinsvegar að þær fréttir séu ekki réttar.

Eze er 26 ára og á þrjú ár eftir af samningi sínum við Palace. Hann ku vera með riftunarákvæði upp á um 60 milljónir punda.
Athugasemdir
banner