Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   sun 18. ágúst 2024 15:45
Ívan Guðjón Baldursson
Eze: Dómarinn gerði mistök
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Eberechi Eze svaraði spurningum eftir 2-1 tap Crystal Palace gegn Brentford í opnunarleik enska úrvalsdeildartímabilsins.

Eze hélt að hann hefði tekið forystuna fyrir Palace í fyrri hálfleik þegar hann setti boltann í netið með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu, en það var ekki dæmt mark vegna brots sem átti sér stað á sama tíma og spyrnan fór af stað.

„Þetta var erfiður leikur og við vorum óheppnir að skora ekki annað mark," sagði Eze, og var svo strax spurður út í aukaspyrnuna.

„Dómarinn viðurkenndi að hann hafi gert mistök. Hann segist hafa flautað alltof snemma og það er lítið sem ég get gert í því. Fólk gerir mistök. Við getum ekki kennt dómaranum um vegna þess að við fengum mikið af tækifærum til að skora sem við nýttum ekki, sérstaklega ég. Við verðum að gera betur í næsta leik.

„Ef við spilum áfram eins og við gerðum í dag þá munum við safna mikið af stigum. Við sköpuðum mikið af færum en við verðum að nýta þau betur."


   18.08.2024 13:35
Sjáðu atvikið: Eze óheppinn að skora ekki draumamark

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner