Brasilíski vængmaðurinn Willian var í gær kynntur hjá gríska félaginu Olympiakos.
Þessi reyndi leikmaður flaug til Aþenu á sunnudag til að ræða við Olympiakos, en það gerðist aðeins nokkrum klukkutímum eftir að það sást til hans og Evangelos Marinakis, forseta Olympiakos, í stúkunni á leik Chelsea og Crystal Palace.
Willian er 36 ára gamall en hann lék síðast með Fulham í ensku úrvalsdeildinni.
Brasilíumaðurinn kaus að vera ekki áfram hjá enska félaginu en honum stóð til boða að fara aftur til heimalandsins.
Fyrrum landsliðsmaðurinn ákvað frekar að taka annað ævintýri í Evrópu en hann hefur samið við Olympiakos um að leika með liðinu á tímabilinu.
Willian lék áður með Shakhtar, Chelsea, Arsenal, Anzhi og Corinthians og á þá 70 A-landsleiki og 9 mörk með Brasilíu.
????????? Bem-vindo ???????????????????????????? to Olympiacos! pic.twitter.com/KakRNcW20e
— Olympiacos FC (@olympiacosfc) September 2, 2024
Athugasemdir