Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
   mán 03. október 2022 22:21
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers: Synd að Maddison sé ekki í landsliðinu
Mynd: EPA

Leicester City er búið að vinna sinn fyrsta leik á úrvalsdeildartímabilinu og er komið með fjögur stig eftir átta umferðir.


Leicester vermir óvænt botnsæti deildarinnar ásamt andstæðingum sínum frá því í kvöld, nýliðum Nottingham Forest.

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, var sagður eiga í hættu á að missa starf sitt með neikvæðum úrslitum í kvöld en hann lifir af eftir sannfærandi 4-0 sigur.

„Það er alltof langt síðan við sigruðum síðast. Við vorum frábærir í kvöld og ég er mjög ánægður fyrir hönd leikmanna og stuðningsmanna. Þessi sigur var fyrir stuðningsmennina sem hafa þurft að þjást á upphafi tímabils," sagði Rodgers að leikslokum.

„Stuðningsmenn voru frábærir þrátt fyrir slæma byrjun á tímabilinu og ég get ekki þakkað þeim nóg fyrir stuðninginn. Við erum með mikið af afar hæfileikaríkum leikmönnum en þú getur ekki unnið fótboltaleiki ef sigurviljinn er ekki nægilega mikill. Við höfum ekki verið að verjast nógu vel en héldum hreinu í dag sem er gríðarlega mikilvægt."

James Maddison fór á kostum í sigrinum en þessi 25 ára gamli miðjumaður á ekki nema einn A-landsleik að baki fyrir England, þrátt fyrir að vera sköpunarglaðasti og markheppnasti Englendingur úrvalsdeildarinnar eftir Harry Kane.

„Það er algjör synd fyrir hann sjálfan og alla þjóðina að hann sé ekki valinn í landsliðið. Hæfileikarnir hans eru óumtvíræddir og frammistaða hans hefur verið í hæsta gæðaflokki síðustu 18 mánuði. James er magnaður leikmaður með mikinn sköpunarmátt auk þess að vera duglegur, vinnusamur og hæfur í að verjast.

„Þetta er frábær strákur, hann er mjög einbeittur og metnaðarfullur og á skilið að vera í landsliðinu."


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner