Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   þri 03. október 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Nýliðaslagur á Kenilworth Road
Kenilworth Road er langminnsti leikvangur ensku úrvalsdeildarinnar og tekur um 11,500 manns í sæti.
Kenilworth Road er langminnsti leikvangur ensku úrvalsdeildarinnar og tekur um 11,500 manns í sæti.
Mynd: Getty Images
Það er aðeins einn leikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem Luton Town og Burnley eigast við í nýliðaslag á Kenilworth Road, heimavelli Luton.

Leikurinn átti upprunalega að fara fram í ágúst en honum þurfti að fresta vegna slæms vallarástands hjá Luton. Nú er völlurinn tilbúinn og því geta liðin loksins háð einvígið sitt.

Nýliðarnir hafa farið illa af stað í efstu deild, en Luton sótti sinn fyrsta sigur um helgina þegar liðið lagði Everton að velli og er með fjögur stig eftir sex fyrstu umferðirnar.

Að sama skapi er Burnley aðeins með eitt stig eftir sex umferðir og því er gríðarlega mikilvægur leikur framundan fyrir bæði lið.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði fimm leiki í röð með Burnley þar til hann meiddist í 0-1 tapi gegn Manchester United, en hann verður ekki með í kvöld vegna meiðslanna.

Leikur kvöldsins:
18:30 Luton - Burnley (Síminn Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 29 11 +18 33
2 Man City 13 9 2 2 33 13 +20 29
3 Liverpool 13 8 4 1 28 11 +17 28
4 Aston Villa 13 9 1 3 31 18 +13 28
5 Newcastle 14 8 2 4 32 14 +18 26
6 Tottenham 13 8 2 3 25 17 +8 26
7 Man Utd 14 8 0 6 16 17 -1 24
8 Brighton 13 6 4 3 28 23 +5 22
9 West Ham 13 6 2 5 23 23 0 20
10 Brentford 14 5 4 5 22 19 +3 19
11 Chelsea 13 4 4 5 22 20 +2 16
12 Crystal Palace 13 4 3 6 13 18 -5 15
13 Wolves 14 4 3 7 19 25 -6 15
14 Fulham 13 4 3 6 13 22 -9 15
15 Nott. Forest 14 3 4 7 16 22 -6 13
16 Bournemouth 13 3 3 7 14 28 -14 12
17 Luton 14 2 3 9 13 26 -13 9
18 Everton 14 5 2 7 15 20 -5 7
19 Burnley 14 2 1 11 15 32 -17 7
20 Sheffield Utd 14 1 2 11 11 39 -28 5
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner