Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   þri 03. október 2023 15:00
Elvar Geir Magnússon
Eto'o sakaður um hagræðingu úrslita til að hjálpa félagi vinar síns að komast upp
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Samuel Eto'o, fyrrum sóknarmaður Barcelona, er sakaður um að misnota stöðu sína sem formaður fótboltasambands Kamerún. Hann er sakaður um spillingu og hagræðingu úrslita.

Guardian fjallar um málið en Eto'o er sagður hafa látið hagræða úrslitum svo félag í eigu vinar hans, Victoria United, kæmist upp í efstu deild.

Í síðustu viku sendi hópur manna í kamerúnskum fótbolta bréf til alþjóða fótboltasambandsins FIFA og sakaði það um að aðhafast ekki þrátt fyrir fjölmargar kvartanir og ábendingar um misgjörðir Eto'o frá aðilum í kamerúnska fótboltanum. Meðal þeirra sem skrifuðu undir bréfið voru forseti og varaforseti atvinnumannadeildarinnar í Kamerún.

Eto'o átti glæsilegan leikmannaferil, var kjörinn fótboltamaður ársins í Afríku fjórum sinnum, lék fyrir Barcelona, Inter og Chelsea, vann Meistaradeild Evópu þrisvar og lék alls 115 landsleiki fyrir Kamerún. Tvívegis vann hann Afríkukeppnina með þjóð sinni.

Upptaka sem er sögð af samtali Eto'o og vinar hans, viðskiptamannsins Valentine Nkwain sem á Victoria United, hefur lekið út en þar plotta þeir félagarnir um með hvaða hætti er hægt að koma liðinu upp. Eftir að samtalið átti sér stað fór Victoria á tólf leikja skrið án ósigurs.

Athyglisvert er að í fjórum af sigurleikjunum sem komu í kjölfar samtalsins fékk andstæðingurinn að minnsta kosti eitt rautt spjald. Þá var liðinu úrskurðað sigur í fjórum leikjum sem voru stöðvaðir vegna óláta áhorfenda.

Eto'o hefur verið gagnrýndur fyrir ýmislegt annað síðan hann sast í forsetastól kamerúnska sambandsins í desember 2021. Eftir leik á HM í fyrra hann upp á kant við alsírskan blaðamann sem endaði með því að Eto'o gaf manninum hnéspark í höfuðið.

Í júní í fyrra var Eto'o dæmdur sekur um skattsvik og fékk 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómur sem hefði átt að útiloka hann frá því að geta verið áfram í stöðu sinni. Auk þess hefur hann verið gagnrýndur fyrir að semja um að gerast andlit veðmálafyrirtækis og breytt stjórnartíð forseta sambandsins úr fjórum árum upp í sjö.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner