Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
1. umferð - KFA og Hvíti með statement
Tveggja Turna Tal - Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir
Asmir Begovic ræðir við Fótbolta.net - Spenntur að koma aftur til Íslands
Hugarburðarbolti GW 35a Cole Palmer svaf í 110 daga!
Betkastið - Upphitun 2 & 3.deild
Innkastið - Markaregn og málaliðar
Leiðin úr Lengjunni - Fyrsta umferð gerð upp
Tveggja Turna Tal - Adda Baldursdóttir
Útvarpsþátturinn - Lengjan hafin og Björn Hlynur naut sín í Liverpool
Uppbótartíminn - Íslenski kvennaboltinn á mannamáli
Tveggja Turna Tal - Agla María Albertsdóttir
Innkastið - Enginn skilaréttur!
Hugarburðarbolti GW34 Þig er ekki að dreyma, Liverpool eru Englandsmeistarar!
Enski boltinn - Liverpool er Englandsmeistari 2025 (Staðfest)
Tveggja Turna Tal - Guðjón Örn Ingólfsson
Grasrótin - Upphitun fyrir 4 og 5. deild
Útvarpsþátturinn - Allt galopið í Bestu og eftirvænting í Liverpoolborg
Innkastið - Báðir nýliðarnir lögðu Víking
Hugarburðarbolti GW 33 Liverpool aðeins einum sigri frá því að verða meistarar.
Grasrótin - Upphitun fyrir 3. deild
   fim 03. október 2024 21:42
Fótbolti.net
Arnar Gunnlaugs: Þeir hlaupa aðeins hraðar og sparka fastar
Mynd: Víkingur R.
Víkingur tapaði fyrsta leik sínum í Sambandsdeild Evrópu í kvöld 0-4 er liðið heimsótti Omonoia frá Kýpur. Heimamenn skoruðu þrjú mörk á síðasta stundarfjórðungi leiksins, í leik sem var annars mjög jafn framan af.

Sverrir Örn Einarsson fréttamaður Fótbolta.net ræddi við Arnar Gunnlaugsson þjálfara Víkings eftir leikinn og er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.

Lestu um leikinn: Omonoia 4 -  0 Víkingur R.

„Það er náttúrulega ekki góð tilfinning að tapa 4-0, það segir sig sjálft. Fyrri hálfleikurinn var sterkur en menn urðu skelkaðir þegar Tarik lenti í þessu atviki og þurfti að fara út af. Þess vegna var gott að fara inn í hálfleikinn í 0-0. Það var gott að heyra í hálfleik að það væri allt í lagi með hann," sagði Arnar eftir leik.

„Menn komu eitthvað rangt stemmdir í seinni hálfleikinn og þeir juku tempóið og við vorum að ströggla, ef það á að segja eins og er. Við fórum að gera mistök og þetta voru svakalega ódýr mörk sem við gefum þeim á silfurfati. Sérstaklega svekkjandi fyrsta markið sem kemur úr föstu leikatriði."

„Maður sér levelið sem er fyrir ofan íslenska fótboltann. Það er aðeins meiri kjarnorka í löppunum, þeir hlaupa aðeins hraðar og sparka aðeins fastar, sendingarnar eru aðeins nákvæmari. Við erum því miður eftirá í þessu."
Athugasemdir
banner