Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Kjaftæðið - Alvöru hiti í Pepsi Max studio-inu!
Hugarburðarbolti GW 16 Mr.Handsome
Enski boltinn - Hvað ertu eiginlega að tala um?
Uppbótartíminn - Ein sú besta kveður sviðið, kraftröðun og slúður
Útvarpsþátturinn - Óli Jó og er hægt að bæta Bestu?
Kolbeinn Þórðar: Algjört heillaskref og nánast fullkomið fyrir mig
Enski boltinn - Salah fór í viðtal og ótrúleg upprisa Aston Villa
Hugarburðarbolti GW 15 Mo Salah fékk rauða spjaldið !
Kjaftæðið - Salah má fara, Slot má fara en Jónatan fer ekkert!
Útvarpsþátturinn - Óvænt tíðindi úr Eyjum og Hlíðarendafundur
Kjaftæðið - Amorim veit ekkert hvað hann er að gera
Kjaftæðið - Slot henti Salah á bekkinn og Chelsea frábærir!
Hugarburðarbolti GW 13 Norska stórslysið !
Enski boltinn - Jafnt á Brúnni, ruglað rautt og yfirlýsing í fyrramálið?
Útvarpsþátturinn - Væntingar í Krikanum og Rúnar Kristins
Kjaftæðið - Albert Hafsteins fékk að lofsama Arsenal
Hugarburðarbolti GW 12 47 ára bið lokið og versta free hit sögunnar!
Kjaftæðið - Amorim og Slot í alvöru brekku
Enski boltinn - Hrein hörmung hjá Liverpool, Man Utd og Tottenham
Útvarpsþátturinn - Einkunnir Íslands og hringt út
   fim 03. október 2024 21:42
Fótbolti.net
Arnar Gunnlaugs: Þeir hlaupa aðeins hraðar og sparka fastar
Mynd: Víkingur R.
Víkingur tapaði fyrsta leik sínum í Sambandsdeild Evrópu í kvöld 0-4 er liðið heimsótti Omonoia frá Kýpur. Heimamenn skoruðu þrjú mörk á síðasta stundarfjórðungi leiksins, í leik sem var annars mjög jafn framan af.

Sverrir Örn Einarsson fréttamaður Fótbolta.net ræddi við Arnar Gunnlaugsson þjálfara Víkings eftir leikinn og er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.

Lestu um leikinn: Omonoia 4 -  0 Víkingur R.

„Það er náttúrulega ekki góð tilfinning að tapa 4-0, það segir sig sjálft. Fyrri hálfleikurinn var sterkur en menn urðu skelkaðir þegar Tarik lenti í þessu atviki og þurfti að fara út af. Þess vegna var gott að fara inn í hálfleikinn í 0-0. Það var gott að heyra í hálfleik að það væri allt í lagi með hann," sagði Arnar eftir leik.

„Menn komu eitthvað rangt stemmdir í seinni hálfleikinn og þeir juku tempóið og við vorum að ströggla, ef það á að segja eins og er. Við fórum að gera mistök og þetta voru svakalega ódýr mörk sem við gefum þeim á silfurfati. Sérstaklega svekkjandi fyrsta markið sem kemur úr föstu leikatriði."

„Maður sér levelið sem er fyrir ofan íslenska fótboltann. Það er aðeins meiri kjarnorka í löppunum, þeir hlaupa aðeins hraðar og sparka aðeins fastar, sendingarnar eru aðeins nákvæmari. Við erum því miður eftirá í þessu."
Athugasemdir
banner