PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
Arnar Gunnlaugs: Þeir hlaupa aðeins hraðar og sparka fastar
Risarnir tveir slást og annar þeirra stendur uppi sem meistari
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: FH vs Gula Spjaldið
Hugarburðarbolti GW6 - Er Cole Palmer stjórnað af gervigreind?
Innkastið - Töfrar, tár og trúðaskór
Enski boltinn - Nú hljóta þeir að reka Ten Hag og Palmer sjóðheitur
Útvarpsþátturinn - Meistarabragur á báðum liðum
Siggi Höskulds fer yfir vonbrigðatímabil
Hugarburðarbolti GW5 - Skrímslið sem breyttist í 5 ára krakka!
Innkastið - Túristar urðu sigurvegarar
Enski boltinn - Leikur sem spannaði allt sviðið
Tveggja Turna Tal - Gunnlaugur Jónsson
Útvarpsþátturinn - Umspilið, Rúnar Kristins og Besta
Upphitun fyrir bikarúrslitaleikinn: Stuðningsmenn ræða málin
Leiðin á Laugardalsvöll - Stórskemmtilegt fyrirbæri
Viktor Örlygur á leið í sinn fimmta bikarúrslitaleik
Hugarburðarbolti GW4 Haaland heldur bara áfram sínu striki
Haukur Heiðar - Bikarúrslit, Deano og Alexander Isak
Innkastið - Rembingur og klaufabárðar
Enski boltinn - Að harka út sigur og getur Liverpool barist um titilinn?
banner
   fim 03. október 2024 21:42
Fótbolti.net
Arnar Gunnlaugs: Þeir hlaupa aðeins hraðar og sparka fastar
Mynd: Víkingur R.
Víkingur tapaði fyrsta leik sínum í Sambandsdeild Evrópu í kvöld 0-4 er liðið heimsótti Omonoia frá Kýpur. Heimamenn skoruðu þrjú mörk á síðasta stundarfjórðungi leiksins, í leik sem var annars mjög jafn framan af.

Sverrir Örn Einarsson fréttamaður Fótbolta.net ræddi við Arnar Gunnlaugsson þjálfara Víkings eftir leikinn og er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.

Lestu um leikinn: Omonoia 4 -  0 Víkingur R.

„Það er náttúrulega ekki góð tilfinning að tapa 4-0, það segir sig sjálft. Fyrri hálfleikurinn var sterkur en menn urðu skelkaðir þegar Tarik lenti í þessu atviki og þurfti að fara út af. Þess vegna var gott að fara inn í hálfleikinn í 0-0. Það var gott að heyra í hálfleik að það væri allt í lagi með hann," sagði Arnar eftir leik.

„Menn komu eitthvað rangt stemmdir í seinni hálfleikinn og þeir juku tempóið og við vorum að ströggla, ef það á að segja eins og er. Við fórum að gera mistök og þetta voru svakalega ódýr mörk sem við gefum þeim á silfurfati. Sérstaklega svekkjandi fyrsta markið sem kemur úr föstu leikatriði."

„Maður sér levelið sem er fyrir ofan íslenska fótboltann. Það er aðeins meiri kjarnorka í löppunum, þeir hlaupa aðeins hraðar og sparka aðeins fastar, sendingarnar eru aðeins nákvæmari. Við erum því miður eftirá í þessu."
Athugasemdir
banner
banner
banner