Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Kjaftæðið - Stóra uppgjörið úr Bestu með Viktori Unnari
Hugarburðarbolti GW 9 Er orðið heitt undir Arne Slot ?
Uppbótartíminn - Nik kveður og félög skera niður
Enski boltinn - Man Utd stakk sér fram úr Liverpool
Kjaftæðið - KR ætlar að taka yfir Bestu deildina
Innkastið - KR eignaði sér Ísafjörð og sláin lék Blika grátt
Útvarpsþátturinn - Dómsdagur rennur upp í Bestu
Kjaftæðið - United menn enn á bleiku skýi og hvað gerist í Bestu?
Hugarburðarbolti GW 8 Fyrsti sigur Man Utd í tæp 10 ár á Anfield!
Enski boltinn - Loksins vinnur United á Anfield og Postecoglu rekinn
Kjaftæðið - Hvaða kjaftæði er í gangi í Bestu deildinni?
Innkastið - Brottrekstur Blika og yfirlýsingar á Hlíðarenda
Gunnar Vatnhamar - Færeyjar á flugi og annar Íslandsmeistaratitill
Kjaftæðið: Upphitun fyrir stóra helgi í boltanum!
Siggi Höskulds - Besta deildin kallar
Útvarpsþátturinn - Lokabardagar Bestu deildarinnar
Kjaftæðið - Landsliðsuppgjör með Kjartani Henry og fyrrum aðstoðarmanni Arnars Gunnlaugs
Útvarpsþátturinn - Landsliðið og Besta með Baldri og Sölva
Kjaftæðið - Jeppakallinn og Bjöggi Stef í gír!
Hugarburðarbolti GW 7 Arsenal komnir á toppinn!
   fim 03. október 2024 21:42
Fótbolti.net
Arnar Gunnlaugs: Þeir hlaupa aðeins hraðar og sparka fastar
Mynd: Víkingur R.
Víkingur tapaði fyrsta leik sínum í Sambandsdeild Evrópu í kvöld 0-4 er liðið heimsótti Omonoia frá Kýpur. Heimamenn skoruðu þrjú mörk á síðasta stundarfjórðungi leiksins, í leik sem var annars mjög jafn framan af.

Sverrir Örn Einarsson fréttamaður Fótbolta.net ræddi við Arnar Gunnlaugsson þjálfara Víkings eftir leikinn og er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.

Lestu um leikinn: Omonoia 4 -  0 Víkingur R.

„Það er náttúrulega ekki góð tilfinning að tapa 4-0, það segir sig sjálft. Fyrri hálfleikurinn var sterkur en menn urðu skelkaðir þegar Tarik lenti í þessu atviki og þurfti að fara út af. Þess vegna var gott að fara inn í hálfleikinn í 0-0. Það var gott að heyra í hálfleik að það væri allt í lagi með hann," sagði Arnar eftir leik.

„Menn komu eitthvað rangt stemmdir í seinni hálfleikinn og þeir juku tempóið og við vorum að ströggla, ef það á að segja eins og er. Við fórum að gera mistök og þetta voru svakalega ódýr mörk sem við gefum þeim á silfurfati. Sérstaklega svekkjandi fyrsta markið sem kemur úr föstu leikatriði."

„Maður sér levelið sem er fyrir ofan íslenska fótboltann. Það er aðeins meiri kjarnorka í löppunum, þeir hlaupa aðeins hraðar og sparka aðeins fastar, sendingarnar eru aðeins nákvæmari. Við erum því miður eftirá í þessu."
Athugasemdir
banner