Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 03. október 2024 11:30
Elvar Geir Magnússon
Morata æfur út í bæjarstjórann
Mynd: EPA
Alvaro Morata sóknarmaður AC Milan segist neyðast til að flytja annað eftir að bæjarstjórinn í Corbetta opinberaði að spænski sóknarmaðurinn myndi flytja í bæinn,. sem er rétt fyrir utan Mílanó.

Morata segir að bæjarstjórinn Marco Ballarini hafi rofið og vanvirt friðhelgi einkalífsins með því að tilkynna að hann myndi flytja í bæjarfélagið.

Um átján þúsund íbúar eru í Corbetta og bæjarstjórinn setti inn 'Here We Go!" Instagram færslu í sama stíl og Fabrizio Romano til að tilkynna það að Morata myndi flytja í bæinn.

Morata, sem er mikil tilfinningavera, var vægast sagt ekki hrifinn af þessu útspili bæjarstjórans og segist ekki lengur ætla að flytja til Corbetta.

Hann segir að öryggi sona sinna sé ekki lengur tryggt eftir þessa yfirlýsingu. Hann hafi talið að hann gæti fengið frið í Corbetta en ætli nú að finna sér annað heimili þar sem bæjarstjórinn kunni ekki að nota samfélagsmiðla né að verja íbúa sína.



Athugasemdir
banner
banner
banner