Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
banner
   sun 03. nóvember 2024 16:00
Sölvi Haraldsson
England: Tottenham með endurkomusigur gegn Aston Villa
Solanke reyndist hetja Tottenham í dag.
Solanke reyndist hetja Tottenham í dag.
Mynd: EPA

Tottenham 4 - 1 Aston Villa

0-1 Morgan Rogers ('32 )

1-1 Brennan Johnson ('49 )

2-1 Dominic Solanke ('75 )

3-1 Dominic Solanke ('79 )

4-1 James Maddison ('90 )

Fyrri leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var spilaður á Tottenham Hotspur leikvangnum þar sem Tottenham fengu Aston Villa í heimsókn í afar mikilvægum leik fyrir bæði lið.


Aston Villa byrjuðu leikinn betur en eftir rúman hálftímaleik var Morgan Rogers búinn að brjóta ísinn og koma Aston Villa yfir eftir klafs úr hornspyrnu. Hálfleikstölur 1-0 Aston Villa í vil.

Tottenham komu inn í seinni hálfleikinn af krafti og Brennan Johnson jafnaði metinn þegar minna en 5 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Leikurinn var stopp mjög lengi í seinni hálfleik. Mikið af meiðslum hjá báðum liðum og svo voru Villa-menn duglegir að tefja. Alls voru 10 mínútur í uppbótartíma.

Dominic Solanke, sem kom til Tottenham frá Bournemouth í sumar, kom Tottenham yfir þegar korter var eftir af leiknum og fjórum mínútum síðar skoraði hann aftur eftir undirbúning Richarlison. Richarlison tognaði aftan í læri eftir sendinguna fyrir markið og þurfti að fara af velli. Þetta var fjórða mark Solanke í 7 deildarleikjum.

Tottenham voru ekki hættir en James Maddison kom inn á af bekknum og skoraði mark beint úr aukaspyrnu þegar lítið sem ekkert var eftir af leiknum og innsiglaði 4-1 sigur Tottenham. Tottenham er nú komið með 16 stig og er í 7. sætinu. Töfluna má sjá hér að neðan.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
5 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
6 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
7 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
8 Liverpool 15 7 2 6 23 23 0 23
9 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
10 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Leeds 15 4 3 8 18 28 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner