Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 03. desember 2020 22:58
Brynjar Ingi Erluson
Góður sigur hjá lærisveinum Óla Kristjáns
Ólafur Kristjánsson og hans menn unnu Kolding
Ólafur Kristjánsson og hans menn unnu Kolding
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í danska B-deildarliðinu Esbjerg unnu Kolding 2-0 er liðin mættust í deildinni í kvöld.

Ólafur tók við Esbjerg eftir að liðið féll niður úr dönsku úrvalsdeildinni en hann hefur gert góða hluti með liðið til þessa.

Joni Kauko og Yuri Yakovenko gerðu mörk Esbjerg sem vann Kolding 2-0 í kvöld.

Andri Rúnar Bjarnason var fjarri góðu gamni og ekki í hópnum hjá Esbjerg sem er nú í 2. sæti dönsku B-deildarinnar með 29 stig, fjórum stigum á eftir Viborg sem er á toppnum.
Athugasemdir
banner
banner