Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 03. desember 2021 19:00
Victor Pálsson
Salah um valið: Hef ekkert að segja
Messi vann.
Messi vann.
Mynd: EPA
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, hafði ekkert að segja um Ballon d'Or valið en þessi verðlaun voru afhent í vikunni.

Lionel Messi var þar valinn besti leikmaður ársins en hann vann bikarinn með Barcelona á sðustu leiktíð og Copa America með Argentínu.

Messi hefur hins vegar ekki staðist væntingar hjá Paris Saint-Germain seinni hluta árs og kom valið mörgum á óvart.

Salah hefur átt virkilega gott ár með Liverpool en hann var aðeins í sjöunda sæti á listanum sem vakti einnig töluverða athygli.

Salah skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á Everton á miðvikudaginn en hann hefur alls skorað 19 mörk í 19 leikjum á tímabilinu.

„Ég hef ekkert að segja," svaraði Salah er blaðamaður spurði hann út í valið og bætti við að hann vonaðist eftir því að verða hærri á listanum á næsta ári.

Það eru einhverjar líkur á að Egyptinn sé ansi fúll og þá sérstaklega með að vera svo neðarlega í valinu.
Athugasemdir
banner