Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 03. desember 2022 21:16
Brynjar Ingi Erluson
HM: Messi frábær í sigri Argentínu - Mæta Hollendingum
Mynd: Getty Images
Craig Goodwin skorar mark Ástralíu
Craig Goodwin skorar mark Ástralíu
Mynd: Getty Images
Ástralska liðið fékk dauðafæri seint í uppbótartíma en Martínez varði frábærlega
Ástralska liðið fékk dauðafæri seint í uppbótartíma en Martínez varði frábærlega
Mynd: Getty Images
Argentína 2 - 1 Ástralía
1-0 Lionel Andres Messi ('35 )
2-0 Julian Alvarez ('57 )
2-1 Enzo Fernandez ('77 , sjálfsmark)

Argentína bókaði í kvöld sæti sitt í 8-liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar eftir að hafa unnið Ástralíu, 2-1, á Ahmed Bin Ali-leikvanginum í Al Rayyan.

Strax á 5. mínútu átti sér stað umdeilt atvik er Papu Gomez reyndi fyrirgjöf inn í teiginn en boltinn fór í hönd Keanu Baccus og vildu Argentínumenn fá vítaspyrnu en fengu ekki.

Lionel Messi kom Argentínu í forystu á 35. mínútu. Hann tók aukaspyrnu sem var hreinsað út fyrir teiginn. Þar náði hann að koma boltanum í spil, Messi tók hlaupið svo inn í teig, fékk boltann frá Nicolas Otamendi áður en hann lagði boltann snyrtilega neðst í vinstra hornið og það í 1000. leiknum á ferlinum.

Mat Ryan, markvörður Ástralíu, var skúrkurinn í öðru marki Argentínu sem kom á 57. mínútu. Boltinn barst til hans í teignum og ætlaði hann sér að taka eina snertingu og hreinsa boltann frá, en snertingin var þung og missti hann boltann frá sér, þannig Rodrigo de Paul gat pressað hann áður en Julian Alvarez stal boltanum og skoraði í autt markið.

Þegar þrettán mínútur voru eftir af leiknum komst ástralska liðið aftur inn í leikinn. Craig Goodwin átti þá skot fyrir utan teig sem fór af Enzo Fernandez, breytti um stefnu og í hægra hornið. Emi Martinez kom engum vörnum við.

Argentína gat gert út um leikinn undir lok leiksins með nokkrum færum. Lautaro Martinez skapaði sér góð færi en hann átti skot yfir og þá varði Ryan vel frá honum.

Ástralía fékk einn lokaséns og það á síðustu mínútu í uppbótartíma. Garang Kuol fékk boltann eftir fyrirgjöf og lét vaða á markið en Martínez varði vel og tryggði Argentínu í 8-liða úrslitin.

Messi átti stórkostlegan leik hjá Argentínu og er ólmur í að landa þeim stóra. Argentína mætir Hollandi í 8-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner