Stuðningsmaður franska liðsins Nantes lést af sárum sínum eftir slagsmál rétt hjá heimavelli félagsins í gær. Hann var meðlimur í harðkjarna stuðningsmannahópi félagsins, Brigade Loire.
Stuðningsmaðurinn var 31 árs en í yfirlýsingu segir að þrátt fyrir að sjúkrastarfsmenn hafi verið snöggir á vettvang hafi ekki verið hægt að bjarga lífi hans. Hann var með áverka eftir hnífstungu á bakinu.
Stuðningsmaðurinn var 31 árs en í yfirlýsingu segir að þrátt fyrir að sjúkrastarfsmenn hafi verið snöggir á vettvang hafi ekki verið hægt að bjarga lífi hans. Hann var með áverka eftir hnífstungu á bakinu.
Slagsmálin brutust út fyrir leik Nantes gegn Nice en Nantes vann leikinn 1-0. Leikmenn og starfsmenn vissu ekki af slagsmálunum fyrr en eftir leikinn.
Ofbeldi í kringum fótboltaleiki í Frakklandi er risastórt vandamál. Yfir 100 lögregluþjónar slösuðust í atvikum tengdum fótboltaleikjum á síðasta tímabili í landinu.
Athugasemdir