Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
   sun 03. desember 2023 16:32
Elvar Geir Magnússon
Watkins: Eitt besta mark sem ég hef skorað
Mynd: Getty Images
Ollie Watkins skoraði glæsilegt skallamark og jafnaði fyrir Aston Villa í blálokin gegn Bournemouth. 2-2 urðu lokatölur og Watkins var ánægður með að hafa náð að bjarga stigi fyrir Villa.

„Þetta var góður skalli. Eitt besta mark sem ég hef skorað. Við fengum fullt af færum og hefðum vel getað unnið þennan leik," segir Watkins.

„Við höldum alltaf áfram en við erum ekki að byrja útileikina nægilega vel. Ef við getum breytt því þá mun það hjálpa okkur. Við reynum að vinna alla leiki og erum á góðu skriði. Við teljum okkur geta unnið alla."

„Ég er mjög ánægður með hvernig mér gengur persónulega en ég er kröfuharður á sjálfan mig. Ég vil leggja mig fram til að verða enn betri," segir Watkins sem er með átta mörk og átta stoðsendingar í deildinni.

Bournemouth er í sextánda sæti en Villa í því fjórða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner