Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
   þri 03. desember 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Óli Valur Ómarsson.
Óli Valur Ómarsson.
Mynd: Breiðablik
Óli Valur og Valgeir Valgeirsson, nýir leikmenn Breiðabliks.
Óli Valur og Valgeir Valgeirsson, nýir leikmenn Breiðabliks.
Mynd: Breiðablik
Í leik með Stjörnunni síðasta sumar.
Í leik með Stjörnunni síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er ríkjandi Íslandsmeistari.
Breiðablik er ríkjandi Íslandsmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög góð tilfinning. Það eru nýir tímar framundan og ég er virkilega spenntur," segir Óli Valur Ómarsson, nýr leikmaður Breiðabliks, við Fótbolta.net.

Óli Valur skrifaði á dögunum undir fjögurra ára samning við Breiðablik en hann kemur frá sænska félaginu Sirius. Talað hefur verið um að Óli sé dýrasti leikmaður sem íslenskt félagslið hefur fest kaup á en vefmiðillinn 433.is sagði frá því að Blikar borguðu 15 milljónir króna fyrir hann.

Stjarnan, uppeldisfélag Óla, vildi líka fá hann en hann valdi frekar að fara í Breiðablik.

„Þetta var erfið ákvörðun. Þeir komu seinna inn í málin en um leið og ég frétti af áhuga þeirra þá vildi ég fara þangað. Það er auðvitað erfitt að fara frá uppeldisfélaginu en ég taldi þetta bara vera rétta ákvörðun fyrir mig."

Allt virkilega spennandi við þetta
Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að segja nei við Stjörnuna.

„Ég held að allir hafi búist við því að ég myndi fara þangað en Breiðablik var alltof spennandi til að geta ekki valið þá. Það voru mjög margir sem skildu mig með það."

Hvað er það við Breiðablik sem heillar svona mikið?

„Þeir eru Íslandsmeistararnir og eru að fara í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þetta er geggjaður hópur og góður þjálfari. Það er bara allt. Meginnástæðan fyrir því að ég fer í Breiðablik er sú að tímarnir þar hafa verið geggjaðir síðustu ár og framtíðin er virkilega björt. Þeir eru að sækja skemmtilega gæja og það er allt virkilega spennandi við þetta," segir Óli.

Það verður einhver hiti
Hann segist ekki hafa fengið mikið af leiðinlegum skilaboðum úr Garðabænum.

„Bara alls ekki. Það var einn maður sem var pirraður en annars hef ég ekki fengið neitt leiðinlegt. Það voru virkilega margir sem skildu mig. Það verður auðvitað einhver hiti (þegar hann mætir aftur í Garðabæinn næsta sumar) en það verður bara skemmtilegt," sagði Óli Valur og átti þar líklega við Helga Hrannarr Jónsson, formann meistaraflokksráðs karla hjá Stjörnunni, sem fór í viðtal í kjölfar tíðindanna og lýsti yfir vonbrigðum sínum.

Veit ekkert um það
Óli kveðst ekkert spá í því að vera mögulega dýrasti leikmaður sem íslenskt félagslið hefur keypt.

„Ég veit ekkert um það og hef ekkert að segja um það. Kannski er einhver pressa en ég þarf að spila og ég er mættur til að gera það," segir hann.

Virkilega góð lausn
Óli Valur er 21 árs hægri bakvörður sem getur einnig spilað á kantinum. Hann mun líklega spila á kantinum fyrir Breiðablik.

Hann átti gott tímabil með Stjörnunni síðastliðið sumar, spilaði sérstaklega vel þegar leið á. Hann var keyptur til Sirius frá Stjörnunni um mitt sumar 2022 en náði ekki að springa út og stimpla sig almennilega inn hjá sænska félaginu. Hann stefnir á að komast aftur út þegar tíminn er réttur.

„Þetta er virkilega góð lausn fyrir mig. Ég ætla núna að koma mér inn í hlutina hjá Breiðabliki og sjá hvað gerist. Við ætlum að vinna titla og komast langt í Evrópu," sagði Óli Valur að lokum en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner