Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 04. janúar 2023 11:00
Elvar Geir Magnússon
Neymar og Ronaldo fá að heyra það - Mættu ekki við útför Pele
Fjölmargir mættu og kvöddu Pele.
Fjölmargir mættu og kvöddu Pele.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Nokkrir af þekktustu fótboltamönnum Brasilíu hafa fengið að heyra það frá fótboltaáhugamönnum og sparkspekingum í landinu fyrir að hafa ekki mætt til Santos þegar goðsögnin Pele var kvödd.

Pele er einn besti fótboltamaður sögunnar en hann lést rétt fyrir áramótin, 82 ára að aldri. Kista hans var til sýnis á heimavelli Santos.

Kaka, Neymar og hinn brasilíski Ronaldo eru meðal þeirra sem fá gagnrýni.

„Pele er á sama stalli í heiminum og Nelson Mandela og Mahatma Gandhi en Brasilíumenn kunna ekki að meta það. Þeir sem hafa unnið heimsmeistaratitilinn en komu ekki til að kveðja Pele hafa sýnt vanvirðingu," segir José Ferreira Neto, fyrrum leikmaður Brasilíu og einn helsti sjónvarpsmaður landsins í dag.

Margir leikmenn sem spiluðu með Pele mættu við útförina en enginn af þeim leikmönnum sem urðu síðast heimsmeistarar með Brasilíu, á mótinu 2002, mætti. Aðeins einn af þeim sem unnu HM 1994 mætti, Mauro Silva sem er nú varaforseti fótboltasambands Sao Paulo.

Kaka sagði í desember að Brasilíumenn væru ekki að sýna þjóðhetjum sínum nægilega mikla virðingu og var þá að tala um gagnrýnina sem Neymar og Ronaldo hafa fengið. Kaka mætti ekki til Santos.

„Hvar var Kaka, sá sem sagði að Brasilíumenn væru ekki að sýna hetjunum sínum nægilega mikla virðingu. Kaka, það er klárt að þú ert sá sem þarft að sýna stærstu hetjunum virðingu," skrifaði íþróttablaðamaðurinn Walter Casagrande Júnior.

Casagrande segir að Kaka og aðrar brasilískar stórstjörnur séu vanar því að fá borgað fyrir að mæta á viðburði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner