Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hrósaði Rúnari Alex Rúnarssyni á fréttamannafundi sínum í dag. Rúnar Alex spilaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í vikunni en hann kom inn á gegn Wolves eftir að Bernd Leno fékk rauða spjaldið í síðari hálfleik.
Mat Ryan, sem kom til Arsenal frá Brighton á dögunum, hefur verið að glíma við meiðsli. Leno er í banni gegn Aston Villa á laugardaginn og Rúnar Alex gæti byrjað þar.
Mat Ryan, sem kom til Arsenal frá Brighton á dögunum, hefur verið að glíma við meiðsli. Leno er í banni gegn Aston Villa á laugardaginn og Rúnar Alex gæti byrjað þar.
..Hann (Ryan) hefur ekki getað æft ennþá. Alex er klár og við getum valið milli hans og Alex fyrir helgina. Ef þeir verða báðir klárir þá verðum við að taka ákvörðun en ef Mat verður ekki klár þá er augljóst að Alex verður í markinu," sagði Arteta í dag en hann hrósaði einnig Rúnari Alex.
„Hann leggur mjög hart að sér. Hann hefur passað vel inn í búningsklefann. Hann er góður drengur og mjög hógvær. Hann þarf að fara í burtu frá allri umræðu og einbeita sér að því að vinna og bæta sig," sagði Arteta í dag.
Rúnar Alex fékk harða gagnrýni eftir frammistöðu sína í tapi gegn Manchester City í enska deildabikarnum í desember.
„Þetta er það sem þú lendir í þegar þú spilar fyrir stórt félag. Fólk reiknar með að þú farir út á völl til að gera þitt besta og spila í hæsta styrkleikaflokki og ef þú gerir það ekki þá færðu gagnrýni," sagði Arteta.
„Þú veist þetta þegar þú gengur til liðs við félagið. Þú veist að þú getur alltaf lent í gagnrýni. Það er líka þannig að þú færð ennþá meira hrós frá öllum ef þú stendur þig vel, meira en hjá nokkru öðru félagi. Þú þarft að geta höndlað þessa pressu ef þú ætlar að spila hérna."
🗣 "He's not been available to train yet, there will be a choice between Mat [Ryan] & Alex [Rúnarsson]"
— Football Daily (@footballdaily) February 4, 2021
Mikel Arteta says Maty Ryan hasn't been available to train but is confident he will have the two goalkeepers to choose from for Saturday pic.twitter.com/B95JaYx7ET
Athugasemdir