Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 04. febrúar 2021 08:10
Magnús Már Einarsson
Verðmiðinn á Sancho lækkar fyrir Man Utd
Powerade
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í góðum gír í dag eins og alltaf. Kíkjum á slúðurpakka dagsins.



Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hefur sett Dayot Upamecnao (22) miðvörð RB Leipzig og Niklas Sule (25) miðvörð Bayern Munchen efsta á óskalista sinn fyrir sumarið. (Bild)

Sule er samningsbundinn til ársins 2022 en Hansi Flick, þjálfari Bayern, segir að það sé undir leikmanninum komið að ákveða framtíð sína. (Metro)

Borussia Dortmund er tilbúið að lækka verðmiðann á Jadon Sancho (20) um 20 milljónir og niður í 88 milljónir punda í von um að Manchester United kaupi hann. (Mirror)

Real Madrid hefur náð samkomulagi um fjögurra ára samning við David Alaba (28) en samningur hans hjá Bayern Munchen rennur út í sumar. (Marca)

Prince Abdullah, eigandi Sheffield United, segist hafa fengið sérstakt leyfi til að fljuga frá Sádi-Arabíu til Englands til að láta Chris Wilder vita að staða hans sem stjóri er örugg, jafnvel þó liðið falli. (Talksport)

Martin Braithwaite (29) framherji Barcelona hafnaði WBA í janúar. (Sport)

Arsenal, Tottenham og Southampton hafa áhuga á franska varnarmanninum Evan N'dicka (21) hjá Frankfurrt. (Bild)

John Terry og Patrick Vieira eru á meðal þeirra sem koma til greina í stjórastólinn hjá Bournemouth. (Mail)

Huddersfield er í viðræðum við framherjann Oumar Niasse (30) en hann er án félags eftir að hafa farið frá Everton síðastliðið sumar. (Sun)

Manchester United, Everton og Southampton hafa spurst fyrir um Vicnent Angelini (17) markvörð Celtic en hann verður samningslaus í sumar. (Tuttomercatoweb)

Manchester United hefur samið við kantmanninn Shola Shoretire (17 en PSG, Barcelona, Bayern Munchen og Juventus höfðu öll sýnt honum áhuga. (Mail)

Joe Willock (21) segist hafa ákveðið að ganga til liðs við Newcstle á láni frá Arsenal eftir að hafa rætt við Steve Bruce á myndbandsfundi. (Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner
banner