Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   þri 04. febrúar 2025 18:47
Brynjar Ingi Erluson
Adam Ægir til Novara (Staðfest)
Mynd: Novara
Vængmaðurinn Adam Ægir Pálsson hefur fundið sér nýtt félag á Ítalíu en hann er kominn til ítalska C-deildarliðsins Novara á láni frá Val út tímabilið.

Adam Ægir spilaði fyrri hluta tímabilsins á láni hjá Perugia en tækifærin þar voru af skornum skammti og lék hann aðeins tólf leiki með liðinu ásamt því að skora þrjú mörk.

Hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Víði Garði, en lék einnig með Keflavík, Víkingi og auðvitað Val. Hann hefur gert 18 mörk í 83 leikjum í efstu deild og sex mörk í næst efstu deild.

Á dögunum var greint frá því að Adam væri að færa sig um set á Ítalíu, en hann er nú formlega genginn í raðir Novara á láni út tímabilið. Novara á möguleika á að kaupa hann á meðan lánsdvölinni stendur.

Hann verður annar Íslendingurinn til að spila með Novara, en Árni Vilhjálmsson lék með liðinu á síðasta ári.

Novara erí 8. sæti í A-riðli C-deildar með 34 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner