Vængmaðurinn Adam Ægir Pálsson hefur fundið sér nýtt félag á Ítalíu en hann er kominn til ítalska C-deildarliðsins Novara á láni frá Val út tímabilið.
Adam Ægir spilaði fyrri hluta tímabilsins á láni hjá Perugia en tækifærin þar voru af skornum skammti og lék hann aðeins tólf leiki með liðinu ásamt því að skora þrjú mörk.
Hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Víði Garði, en lék einnig með Keflavík, Víkingi og auðvitað Val. Hann hefur gert 18 mörk í 83 leikjum í efstu deild og sex mörk í næst efstu deild.
Á dögunum var greint frá því að Adam væri að færa sig um set á Ítalíu, en hann er nú formlega genginn í raðir Novara á láni út tímabilið. Novara á möguleika á að kaupa hann á meðan lánsdvölinni stendur.
Hann verður annar Íslendingurinn til að spila með Novara, en Árni Vilhjálmsson lék með liðinu á síðasta ári.
Novara erí 8. sæti í A-riðli C-deildar með 34 stig.
???? Adam Palsson è un centrocampista del Novara FC
— Novara FC (@novarafootball) February 4, 2025
Benvenuto in azzurro! ????#ForzaNovara ?????? #NovaraFC #novarafootballclub #SerieCNOW pic.twitter.com/SV56arDSbS
Athugasemdir