Óvænt félagaskipti áttu sér stað í ítalska boltanum í gær en finnski sóknarmaðurinn Joel Pohjanpalo yfirgaf Venezia og gekk í raðir Palermo í B-deildinni.
Pohjanpalo, sem er þrítugur, skoraði sex mörk með Venezia í Seríu A á tímabilinu og var markahæsti maður liðsins.
Hann átti stóran þátt í að koma liðinu upp í efstu deild á síðasta tímabili, en hann er nú horfinn á braut.
Finnski landsliðsmaðurinn ákvað að færa sig um set á Ítalíu en gerði þriggja ára samning við Palermo í B-deildinni.
Þetta eru sláandi fréttir fyrir Venezia sem situr í næst neðsta sæti deildarinnar og þarf svo sannarlega á mörkunum að halda.
Venezia fékk í staðinn Daniel Fila frá tékkneska félaginu Slavía Prag en þessi 22 ára gamli sóknarmaður hefur aðeins skorað tvö mörk á tímabilinu með liðinu.
Einnig halda ítalskir fjölmiðlar því fram að Venezia sé að semja við franska leikmanninn Wissam Ben Yedder sem hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Mónakó síðasta sumar.
Yedder er 34 ára gamall og einn af bestu sóknarmönnum frönsku deildarinnar síðustu fimm ár.
Hann var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot, að keyra undir áhrifum áfengis og neita að sýna yfirvöldum stamstarfsvilja við rannsókn málsins. Honum er hins vegar frjálst að semja við nýtt félag og verður Venezia líklega næsti áfangastaður hans.
Íslendingarnir Bjarki Steinn Bjarkason og Mikael Egill Ellertsson eru báðir á mála hjá Venezia en Mikael hefur verið fastamaður í liðinu á tímabilinu á meðan Bjarki hefur verið að fá flestar sínar mínútur af bekknum.
Benvenuto in rosanero Joel ???????? pic.twitter.com/PyOfz0l171
— Palermo F.C. (@Palermofficial) February 3, 2025
Athugasemdir