Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. mars 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður Hákon Rafn áfram í Gróttu?
Hákon í leik með Gróttu síðasta sumar.
Hákon í leik með Gróttu síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Gróttu var spáð sjötta sæti í ótímabæru spánni fyrir Lengjudeild karla sem var opinberuð í útvarpsþættinum Fótbolta.net um síðastliðna helgi.

Grótta féll úr Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa komist upp um tvær deildir á tveimur árum þar á undan.

Athygli vekur að markvörðurinn efnilegi Hákon Rafn Valdimarsson er enn á meðal leikmanna Gróttu. Hinn 19 ára gamli Hákon hefur verið aðalmarkvörður Gróttu síðustu þrjú tímabil.

Hann fór til reynslu hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping á síðasta ári en hann talaði um það í viðtali við Morgunblaðið í nóvember að hann vildi spila áfram í efstu deild. Rætt var um hann í útvarpsþættinum um síðustu helgi.

„Af hverju er allir svona vissir um að hann sé að fara? Það er kominn 27. febrúar," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Ef hann skiptir um félag á Íslandi, þá held ég að hann spili samt alltaf með Gróttu í sumar. Það er engin markvarðarstaða laus í efstu deild eins og staðan er núna," sagði Tómas jafnframt.

„Það er líka spurning hvernig hugurinn er hjá honum. Hann fer upp í efstu deild, er hann að fara að gíra sig eitthvað aftur upp í Lengjudeildina með Gróttu?"

Hlusta má á útvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Ótímabær Lengjuspá og Alexander Scholz
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner