lau 04. mars 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
De Jong ekki til sölu í sumar
Mynd: Getty Images
Frenkie De Jong, miðjumaður Barcelona á Spáni, verður ekki til sölu í sumar en þetta segir spænski miðillinn Sport.

Barcelona var reiðubúið að selja De Jong síðasta sumar þar sem félagið hefur verið að ganga í gegnum fjárhagserfiðleika.

De Jong er launahæsti leikmaður félagsins og vildi því félagið skera niður launakostnaðinn.

Manchester United var í baráttunni um hann en De Jong neitaði að fara og fór það svo að hann var áfram hjá félaginu.

Á þessu tímabili hefur hann blómstrað undir stjórn Xavi og staðan önnur en Barcelona ætlar ekki að selja hann í sumar samkvæmt Sport.

„Við erum að sjá bestu útgáfuna af Frenkie síðan ég og þjálfaraliðið komum til Barcelona. Hann er frábær í bæði vörn og sókn, er með svakalegt sjálfstraust og við erum ánægðir með hann,“ sagði Xavi í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner