Brendan Rodgers var svekktur eftir tap Leicester City á útivelli gegn Southampton í dag. Liðin mættust í fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni og er Rodgers sannfærður um að sínir menn muni halda sér í deildinni ef þeir halda áfram að spila svona út tímabilið.
„Ég er vonsvikinn með tapið en frammistaðan var góð. Við nýttum færin ekki nógu vel eftir að hafa sýnt yfirburði í leiknum og það gerði gæfumuninn. Það vantaði aðeins uppá gæðin hjá okkur á lokaþriðjungnum," sagði Rodgers.
„Við höfum sannað að við getum skorað mörk en stundum lendir maður á svona leik þar sem það gengur ekki upp. Ef við höldum áfram að spila eins og við gerðum í dag þá munum við bjarga okkur frá falli. Þetta er ótrúlega jöfn fallbarátta svo hvert stig telur. Ef við nýtum færin betur þá munum við vinna fleiri leiki."
Carlos Alcaraz gerði eina mark leiksins á 35. mínútu, aðeins þremur mínútum eftir að Danny Ward varði vítaspyrnu frá James Ward-Prowse.
„Við stjórnuðum leiknum fyrir utan 5 eða 10 mínútur eftir að við gáfum þeim vítaspyrnuna. Danny Ward varði en það virtist kveikja í þeim næstu mínúturnar. Við erum vonsviknir en ég get ekki kennt strákunum um, þeir lögðu sig alla fram og skiluðu flottri frammistöðu.
„Staðan væri verri ef við hefðum ekki skapað nein færi í þessum leik."
Leicester er í 15. sæti úrvalsdeildarinnar, með 24 stig eftir 25 umferðir. Þetta var þriðji tapleikur liðsins í röð í deildinni og eru lærisveinar Leicester aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið.
„Þetta er ótrúlega jafnt í neðri hluta deildarinnar. Við verðum að leggja hart að okkur og standa þétt saman. Ef við höldum áfram að spila eins og í dag þá munum við safna nægilega mörgum stigum til að bjarga okkur. Við þurfum bara að nýta færin."

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 35 | 25 | 7 | 3 | 81 | 35 | +46 | 82 |
2 | Arsenal | 35 | 18 | 13 | 4 | 64 | 31 | +33 | 67 |
3 | Man City | 35 | 19 | 7 | 9 | 67 | 43 | +24 | 64 |
4 | Newcastle | 35 | 19 | 6 | 10 | 66 | 45 | +21 | 63 |
5 | Chelsea | 35 | 18 | 9 | 8 | 62 | 41 | +21 | 63 |
6 | Nott. Forest | 35 | 18 | 7 | 10 | 54 | 42 | +12 | 61 |
7 | Aston Villa | 35 | 17 | 9 | 9 | 55 | 49 | +6 | 60 |
8 | Bournemouth | 35 | 14 | 11 | 10 | 55 | 42 | +13 | 53 |
9 | Brentford | 35 | 15 | 7 | 13 | 62 | 53 | +9 | 52 |
10 | Brighton | 35 | 13 | 13 | 9 | 57 | 56 | +1 | 52 |
11 | Fulham | 35 | 14 | 9 | 12 | 50 | 47 | +3 | 51 |
12 | Crystal Palace | 35 | 11 | 13 | 11 | 44 | 48 | -4 | 46 |
13 | Wolves | 35 | 12 | 5 | 18 | 51 | 62 | -11 | 41 |
14 | Everton | 35 | 8 | 15 | 12 | 36 | 43 | -7 | 39 |
15 | Man Utd | 35 | 10 | 9 | 16 | 42 | 51 | -9 | 39 |
16 | Tottenham | 35 | 11 | 5 | 19 | 63 | 57 | +6 | 38 |
17 | West Ham | 35 | 9 | 10 | 16 | 40 | 59 | -19 | 37 |
18 | Ipswich Town | 35 | 4 | 10 | 21 | 35 | 76 | -41 | 22 |
19 | Leicester | 35 | 5 | 6 | 24 | 29 | 76 | -47 | 21 |
20 | Southampton | 35 | 2 | 5 | 28 | 25 | 82 | -57 | 11 |