Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mán 04. mars 2024 00:19
Brynjar Ingi Erluson
Suarez tróð sokk upp í ansi marga - „Fólk sem fylgist með fótbolta er ekki með minni“
Luis Suarez fagnar gegn Orlando
Luis Suarez fagnar gegn Orlando
Mynd: Getty Images
Úrgvæski sóknarmaðurinn Luis Suarez er ekki dauður úr öllum æðum en það sannaði hann í 5-0 stórsigri Inter Miami á Orlando City í MLS-deildinni um helgina.

Suarez, sem er 37 ára gamall, var gagnrýndur harðlega fyrir fyrstu tvo leikina með Inter Miami.

Stuðningsmenn Miami voru ekki sannfærðir og töldu að Suarez væri kominn yfir hæðina. Framlag hans var ekki það besta á ferlinum, en hann þurfti bara nokkra leiki til að finna sitt gamla form.

Framherjinn skoraði tvö og lagði upp tvö gegn Orlando, en hann hefur nú komið að fimm mörkum í fyrstu þremur leikjunum.

„Ég er bara ánægður að geta hjálpað liðinu. Sem framherji og atvinnumannður í fótbolta þá er ég vanur að lifa með daglegri gagnrýni. Fólk í fótboltanum er ekki með minni, þannig ég er mjög vanur þessu. Ég hef verið að spila sem atvinnumaður í næstum tuttugu ár og er ekki að velta fyrir mér hlutum sem fólk er að segja,“ sagði Suarez eftir leikinn.

Það mætti jafnvel velta því fyrir sér hvort Miami hafi eitthvað fylgst með Suarez á síðasta ári. Hann skoraði 26 mörk og lagði upp 17 fyrir brasilíska félagið Gremio og var auk þess valinn besti leikmaður deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner