Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. apríl 2021 17:25
Aksentije Milisic
England: Þrjú mörk á níu mínútum hjá Villa kláruðu Fulham
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Aston Villa 3 - 1 Fulham
0-1 Aleksandar Mitrovic ('61 )
1-1 Trezeguet ('78 )
2-1 Trezeguet ('81 )
3-1 Ollie Watkins ('87 )

Aston Villa og Fulham áttust við á Villa-Park í dag. Fyrir leikinn var Villa liðið án sigurs í síðustu fjórum leikjum og um miðja deild. Fulham er hins vegar í mikillri fallbaráttu.

Staðan í leikhlé var markalaus en Aston Villa hélt að það væri að fá víti í fyrri hálfleiknum. VAR sneri dómnum hins vegar við en svo virtist sem að Mario Lemina hafi náð að koma við knöttinn áður en Ollie Watkins mætti.

Síðari hálfleikurinn var hins vegar mjög fjörugur. Á 61. mínútu kom Aleksandar Mitrovic gestunum frá London yfir. Tyrone Mings gerði þá skelfileg mistök, Mitrovic komst á milli, fór framhjá Emiliano Martinez áður en hann setti knöttinn í netið. Mitrovic átti frábæran landsliðsglugga og hann hélt því formi áfram í dag.

Þegar Fulham liðið var farið að dreyma um komast úr fallsæti þá tók varamaðurin Trezeguet til sinna mála. Hann skoraði þá tvö mörk á þriggja mínútna kafla.

Fyrra mark Trezeguet kom eftir fína sókn. Hann fékk sendingu frá Tyrone Mings inn í teiginn og kláraði hann færið vel í fyrstu snertingu.

Tosin Adarabioyo gerði sig sekan um slæm mistök í öðru marki Trezeguet. Hann missti þá boltann klaufalega og Keinan Davis gerði vel. Hann vann knöttinn, óð upp völlinn og fann Trezeguet sem kláraði færið aftur mjög vel.

Aston Villa var ekki hætt og á 87. mínútu skoraði Watkins af stuttu færi eftir góða undirbúning frá Bertrand Traore.

Svekkjandi niðurstaða fyrir Scott Parker og hans menn en slæmur lokakafli leiksins varð þeim að falli. Með þessum sigri fór Aston Villa upp í 9. sæti deildarinnar en Fulham er áfram í því 18, þremur stigum á eftir Newcastle.
Athugasemdir
banner
banner
banner