Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
   lau 04. júní 2022 16:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gunnar Heiðar: Fyrir mér var þetta ekki 5-0 leikur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vestri tapaði illa gegn Fylki 5-0 í Lengjudeildinni í Árbænum í dag.


Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Vestra var til viðtals hjá Fótbolta.net eftir leikinn í dag.

,,Þetta er högg í andlitið, við erum búnir að eiga góða æfingaviku, við vissum nákvæmlega hvað Fylkir myndi gera. Fyrir mér var þetta ekki 5-0 leikur. Þeir áttu held ég 5-6 skot og fimm þeirra fóru inn. Það er helvíti brutal í fótbolta að þú fáir á þig 5-6 skot og fimm mörk," sagði Gunnar.

„Það er auvðitað hægt að tala um að við séum tveimur mánuðum á eftir í undirbúningi. Auðvitað er auðvelt að tala um að við séum ekki með umgjörðina og bla bla bla, margir að koma seint inn og svona. Við verðum samt að sýna að við séum stærri en þetta, við megum ekki láta spilaborgina hrynja þó við fáum tvö mörk í bakið,"

Staðan var þó aðeins 1-0 í hálfleik en Vestri fékk mark á sig gegn gangi leiksins og Gunnar segir að liðið hefði átt að koma í veg fyrir það.

„Fyrri hálfleikurinn var hrikalega góður, við vissum að hornspyrnan færi á þetta svæði, við vorum búnir að fara yfir það mörgum sinnum. Í fótbolta er það þannig að mörk breyta leikjum."


Athugasemdir
banner
banner
banner