Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
   lau 04. júlí 2020 20:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Uppsafnaður pirringur yfir skrautlegum ákvörðunum
Arnar Gunnlaugsson á KR-velli í kvöld.
Arnar Gunnlaugsson á KR-velli í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við virkilega flottir," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 2-0 tap gegn Íslandsmeisturum KR.

Lestu um leikinn: KR 2 -  0 Víkingur R.

Leikurinn var vægast sagt athyglisverður. Víkingar misstu þrjá menn af velli með rautt spjald, en spiluðu þrátt fyrir vel og gáfu ekkert eftir lengst af.

Um fyrsta rauða spjaldið sem Kári Árnason fékk segir Arnar: „Það má líka færa rök fyrir því að Kristján (Flóki Finnbogason) hafi brotið á Kára í aðdragandanum. Þetta var mjög soft fyrir utan það að hann átti ekki séns á að ná boltanum. Kári er búinn að spila 600 landsleiki og mátti bestu framherjum heims. Þetta var soft."

„Mér fannst við vera líklegri á tímabili. KR er hrikalega flott lið en þetta er mjög óvenjulegt meistaralið því þeim líður ekki sérlega vel á bolta og að stjórna leikjum. Þeir vilja stjórna leikjum án bolta og gera það mjög vel. Við fengum eitt og eitt hálffæri sem gat dottið okkar megin, en því miður. Svo kom farsi númer tvö."

Um rauða spjaldið á Sölva sagði Arnar: „Honum var klárlega hrint, við þurfum ekki að deila um það. Hann bregðir höndinni fyrir og reynir að verja sig. Ég sá það alla vega."

„Þetta var í raun ómögulegt eftir þetta. Svo kemur farsi númer þrjú."

Halldór Smári Sigurðsson fékk þriðja rauða spjaldið. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ósáttur með tæklinguna og sagði Halldór hafa farið með tvo fætur á undan sér.

„Það er bara þvæla," sagði Arnar. „Halldór er á mikilli ferð og fer í tæklinguna. Þetta er hörð tækling, en Halldór er ljúfasti maður í heimi og er aldrei að fara að meiða menn viljandi. Þetta var ekki 'intent' á að meiða. Þetta á ekki að vera beint rautt spjald andskotinn hafi það."

„Ég trúi þeim öllum þegar þeir segja að þetta hafi ekki verið rauð spjöld því þeir eiga ekki til að missa hausinn. Ég held að þetta hafi verið uppsafnaður pirringur yfir skrautlegum ákvörðunum. Það var pjúra víti sem við áttum að fá í fyrri hálfleik. Við munum finna einhverja hafsenta fyrir næsta leik. Það er engin spurning."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner