Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
   lau 04. júlí 2020 20:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Uppsafnaður pirringur yfir skrautlegum ákvörðunum
Arnar Gunnlaugsson á KR-velli í kvöld.
Arnar Gunnlaugsson á KR-velli í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við virkilega flottir," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 2-0 tap gegn Íslandsmeisturum KR.

Lestu um leikinn: KR 2 -  0 Víkingur R.

Leikurinn var vægast sagt athyglisverður. Víkingar misstu þrjá menn af velli með rautt spjald, en spiluðu þrátt fyrir vel og gáfu ekkert eftir lengst af.

Um fyrsta rauða spjaldið sem Kári Árnason fékk segir Arnar: „Það má líka færa rök fyrir því að Kristján (Flóki Finnbogason) hafi brotið á Kára í aðdragandanum. Þetta var mjög soft fyrir utan það að hann átti ekki séns á að ná boltanum. Kári er búinn að spila 600 landsleiki og mátti bestu framherjum heims. Þetta var soft."

„Mér fannst við vera líklegri á tímabili. KR er hrikalega flott lið en þetta er mjög óvenjulegt meistaralið því þeim líður ekki sérlega vel á bolta og að stjórna leikjum. Þeir vilja stjórna leikjum án bolta og gera það mjög vel. Við fengum eitt og eitt hálffæri sem gat dottið okkar megin, en því miður. Svo kom farsi númer tvö."

Um rauða spjaldið á Sölva sagði Arnar: „Honum var klárlega hrint, við þurfum ekki að deila um það. Hann bregðir höndinni fyrir og reynir að verja sig. Ég sá það alla vega."

„Þetta var í raun ómögulegt eftir þetta. Svo kemur farsi númer þrjú."

Halldór Smári Sigurðsson fékk þriðja rauða spjaldið. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ósáttur með tæklinguna og sagði Halldór hafa farið með tvo fætur á undan sér.

„Það er bara þvæla," sagði Arnar. „Halldór er á mikilli ferð og fer í tæklinguna. Þetta er hörð tækling, en Halldór er ljúfasti maður í heimi og er aldrei að fara að meiða menn viljandi. Þetta var ekki 'intent' á að meiða. Þetta á ekki að vera beint rautt spjald andskotinn hafi það."

„Ég trúi þeim öllum þegar þeir segja að þetta hafi ekki verið rauð spjöld því þeir eiga ekki til að missa hausinn. Ég held að þetta hafi verið uppsafnaður pirringur yfir skrautlegum ákvörðunum. Það var pjúra víti sem við áttum að fá í fyrri hálfleik. Við munum finna einhverja hafsenta fyrir næsta leik. Það er engin spurning."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner