Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 04. júlí 2020 20:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Uppsafnaður pirringur yfir skrautlegum ákvörðunum
Arnar Gunnlaugsson á KR-velli í kvöld.
Arnar Gunnlaugsson á KR-velli í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við virkilega flottir," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 2-0 tap gegn Íslandsmeisturum KR.

Lestu um leikinn: KR 2 -  0 Víkingur R.

Leikurinn var vægast sagt athyglisverður. Víkingar misstu þrjá menn af velli með rautt spjald, en spiluðu þrátt fyrir vel og gáfu ekkert eftir lengst af.

Um fyrsta rauða spjaldið sem Kári Árnason fékk segir Arnar: „Það má líka færa rök fyrir því að Kristján (Flóki Finnbogason) hafi brotið á Kára í aðdragandanum. Þetta var mjög soft fyrir utan það að hann átti ekki séns á að ná boltanum. Kári er búinn að spila 600 landsleiki og mátti bestu framherjum heims. Þetta var soft."

„Mér fannst við vera líklegri á tímabili. KR er hrikalega flott lið en þetta er mjög óvenjulegt meistaralið því þeim líður ekki sérlega vel á bolta og að stjórna leikjum. Þeir vilja stjórna leikjum án bolta og gera það mjög vel. Við fengum eitt og eitt hálffæri sem gat dottið okkar megin, en því miður. Svo kom farsi númer tvö."

Um rauða spjaldið á Sölva sagði Arnar: „Honum var klárlega hrint, við þurfum ekki að deila um það. Hann bregðir höndinni fyrir og reynir að verja sig. Ég sá það alla vega."

„Þetta var í raun ómögulegt eftir þetta. Svo kemur farsi númer þrjú."

Halldór Smári Sigurðsson fékk þriðja rauða spjaldið. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ósáttur með tæklinguna og sagði Halldór hafa farið með tvo fætur á undan sér.

„Það er bara þvæla," sagði Arnar. „Halldór er á mikilli ferð og fer í tæklinguna. Þetta er hörð tækling, en Halldór er ljúfasti maður í heimi og er aldrei að fara að meiða menn viljandi. Þetta var ekki 'intent' á að meiða. Þetta á ekki að vera beint rautt spjald andskotinn hafi það."

„Ég trúi þeim öllum þegar þeir segja að þetta hafi ekki verið rauð spjöld því þeir eiga ekki til að missa hausinn. Ég held að þetta hafi verið uppsafnaður pirringur yfir skrautlegum ákvörðunum. Það var pjúra víti sem við áttum að fá í fyrri hálfleik. Við munum finna einhverja hafsenta fyrir næsta leik. Það er engin spurning."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner