Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
   fös 04. júlí 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Icelandair
EM KVK 2025
Katla Tryggvadóttir.
Katla Tryggvadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland fagnar marki í síðasta leik sínum gegn Sviss.
Ísland fagnar marki í síðasta leik sínum gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Morguninn eftir fórum við strax að greina, núllstilla okkur og þétta okkur saman. Sá leikur er búinn og núna er allur fókus á Sviss," sagði landsliðskonan Katla Tryggvadóttir við Fótbolta.net í dag.

Stelpurnar byrjuðu Evrópumótið á tapi gegn Finnlandi en það eru tveir leikir eftir. Núna, eins og Katla segir, er allur fókus á Sviss sem er næsti leikur.

Hvernig líst þér á að mæta Sviss sem er á heimavelli í þessu móti?

„Bara rosalega vel. Það á eftir að vera mikið af fólki á vellinum sem er rosalega gaman. Maður fær mikla orku frá áhorfendunum í kringum sig."

Við þekkjum svissneska liðið vel eftir að hafa mætt þeim tvisvar í Þjóðadeildinni. Leikirnir þar enduðu 0-0 og svo 3-3.

„Við þekkjum þær vel og vita hvernig þær spila. Þær spiluðu reyndar aðeins hærra með vængbakverðina sína í síðasta leik. En það verður rosa spennandi að sjá hvernig þær ætla að mæta okkur," sagði Katla.

Síðasti leikur gegn Sviss var svakalegur á Þróttaravellinum. Hann endaði með 3-3 jafntefli þar sem Sviss komst í 0-2 og svo í 1-3. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gerði þrennu þar.

„Hvað gerðist ekki í þeim leik? Íslenska liðið er þekkt fyrir flottan karakter og það eru margir góðir karakterar í þessum hóp. Við getum komið til baka eftir hvað sem er," sagði Katla. Þetta mót er ekki búið þrátt fyrir tap í fyrsta leik. Það eru tveir leikir eftir.

„Við erum bara með sömu markmið og fyrir mót. Við erum tilbúin að leggja allt í sölurnar til að ná þessum markmiðum. Þetta er ekki búið. Þetta er rétt að byrja," sagði þessi efnilegi leikmaður að lokum.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner