Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
   fös 04. júlí 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Icelandair
EM KVK 2025
Katla Tryggvadóttir.
Katla Tryggvadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland fagnar marki í síðasta leik sínum gegn Sviss.
Ísland fagnar marki í síðasta leik sínum gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Morguninn eftir fórum við strax að greina, núllstilla okkur og þétta okkur saman. Sá leikur er búinn og núna er allur fókus á Sviss," sagði landsliðskonan Katla Tryggvadóttir við Fótbolta.net í dag.

Stelpurnar byrjuðu Evrópumótið á tapi gegn Finnlandi en það eru tveir leikir eftir. Núna, eins og Katla segir, er allur fókus á Sviss sem er næsti leikur.

Hvernig líst þér á að mæta Sviss sem er á heimavelli í þessu móti?

„Bara rosalega vel. Það á eftir að vera mikið af fólki á vellinum sem er rosalega gaman. Maður fær mikla orku frá áhorfendunum í kringum sig."

Við þekkjum svissneska liðið vel eftir að hafa mætt þeim tvisvar í Þjóðadeildinni. Leikirnir þar enduðu 0-0 og svo 3-3.

„Við þekkjum þær vel og vita hvernig þær spila. Þær spiluðu reyndar aðeins hærra með vængbakverðina sína í síðasta leik. En það verður rosa spennandi að sjá hvernig þær ætla að mæta okkur," sagði Katla.

Síðasti leikur gegn Sviss var svakalegur á Þróttaravellinum. Hann endaði með 3-3 jafntefli þar sem Sviss komst í 0-2 og svo í 1-3. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gerði þrennu þar.

„Hvað gerðist ekki í þeim leik? Íslenska liðið er þekkt fyrir flottan karakter og það eru margir góðir karakterar í þessum hóp. Við getum komið til baka eftir hvað sem er," sagði Katla. Þetta mót er ekki búið þrátt fyrir tap í fyrsta leik. Það eru tveir leikir eftir.

„Við erum bara með sömu markmið og fyrir mót. Við erum tilbúin að leggja allt í sölurnar til að ná þessum markmiðum. Þetta er ekki búið. Þetta er rétt að byrja," sagði þessi efnilegi leikmaður að lokum.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir