Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   þri 04. ágúst 2020 23:44
Brynjar Ingi Erluson
Sveinn Aron og félagar mæta Chievo í umspilinu
Sveinn Aron Guðjohnsen og félagar í ítalska B-deildarliðinu Spezia mæta Chievo í undanúrslitum í umspilinu en Chievo tryggði sig í undanúrslitin í kvöld.

Spezia hafnaði í 3. sæti ítölsku B-deildarinnar og rétt missti af sæti upp í Seríu A en í stað þess er liðið í undanúrslitum umspilsins.

Chievo og Empoli gerðu 1-1 jafntefli eftir framlengingu en þar sem Chievo var ofar á töflunni í Seríu B þá fór liðið í undanúrslit.

Sveinn Aron og hans menn í Spezia mæta því Chievo í tveimur leikjum. Leikirnir fara fram 8. og 11. ágúst næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner