Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 04. ágúst 2021 17:43
Brynjar Ingi Erluson
Grealish í læknisskoðun hjá Man City á morgun
Jack Grealish er á leið til Man City
Jack Grealish er á leið til Man City
Mynd: Getty Images
Enski landsliðsmaðurinn Jack Grealish mun gangast undir læknisskoðun hjá Englandsmeisturum Manchester City á morgun en Sky Sports segir frá þessu. Hann verður dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Man City hefur sýnt Grealish mikinn áhuga síðustu mánuði en viðræður hafa gengið hratt fyrir sig síðustu daga og hafa Man City og Aston Villa komist að samkomulagi um leikmanninn.

City greiðir Villa 100 milljón punda fyrir þjónustu hans og mun hann fara í læknisskoðun á morgun áður en gengið verður frá helstu smáatriðum.

Það má gera ráð fyrir því að Grealish verði kynntur sem nýr leikmaður City fyrir helgi.

Paul Pogba er dýrasti leikmaðurinn sem hefur verið fenginn í úrvalsdeildina er Manchester United keypti hann frá Juventus árið 2016 fyrir 85 milljón punda en kaupin á Grealish toppar þann verðmiða.

Manchester City er þó ekki hætt á markaðnum. Einbeiting fer næst á að landa Harry Kane frá Tottenham Hotspur en talið er að City sé tilbúið að greiða allt að 130 milljón punda fyrir hann.
Athugasemdir
banner
banner