Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. ágúst 2021 15:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Oliver um fyrirliða Aberdeen: Séð vídeó af honum skellihlæjandi eftir tæklingar
Scott Brown í leik gegn Häcken um daginn.
Scott Brown í leik gegn Häcken um daginn.
Mynd: Getty Images
Hann var lengi fyrirliði Celtic.
Hann var lengi fyrirliði Celtic.
Mynd: Getty Images
Oliver Sigurjónsson.
Oliver Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætir Aberdeen á morgun í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Um fyrri leik liðanna er að ræða og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli.

Oliver Sigurjónsson, leikmaður Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í dag um leikinn á morgun.

Sjá einnig:
„Eina leiðin er að þora að vera við sjálfir"

Hvernig líst þér á leikinn á morgun?

„Bara vel, þetta er spennandi leikur og gaman að keppa við topplið frá Skotlandi. Ég er bara spenntur," sagði Oliver.

Gaman að sjá hversu langt við erum komnir
Hvað vitiði um Aberdeen?

„Flestir þekkja Scott Brown sem er spilandi aðstoðarþjálfari. Við erum búnir að fara aðeins yfir þá á vídeófundum og förum betur yfir þá í dag. Þeir eru með alvöru turn frammi og eru nokkuð skoskir í sér. Þeir refsa vel fyrir minnstu mistök, eru sterkir og hraðir."

„Það verður gaman að sjá hversu langt við erum komnir í þessum 'process' sem við erum í. Ég hlakka til að sjá hvernig vinnan í vetur og sumar, hvernig hún mátast við svona lið."


Klár í að fara í tæklingu á Scott Brown
Hvernig líst þér á að mæta Scott Brown?

„Rosalega gaman. Það var einhver sem sagði mér að einhver hefði tæklað hann í leik og Brown hafi hraunað yfir þann einstakling restina af leiknum. Ég veit ekki alveg við hverju á að búast, maður hefur séð vídeó af honum skellihlæjandi eftir tæklingar."

„Það er gaman að keppa við svona nöfn en þegar maður er kominn á völlinn þá er þetta ekki spurning um nöfn, þá snýst þetta bara um að vinna vinnuna sína og reyna skora fleiri mörk en andstæðingarnir."


Þú verður ekkert hræddur að henda þér í eina tæklingu á hann?

„Nei, nei, það verður bara skemmtilegt. Það er svo gaman að keppa við svona gaura sem eru með passion eins og hann og eru harðir."

Spila 4-4-2
Þú talar um þennan hávaxna framherja, þurfið þið að breyta einhverju í ykkar leik til að verjast honum?

„Við erum ekki búnir að fara alveg yfir það, förum yfir það á fundinum á eftir. Þeir spila 4-4-2 og við höfum í síðustu leikjum spilað með djúpan miðjumann. Það 'matchar' ágætlega fyrir okkur að vera þá með þrjá á móti tveimur þarna niðri en við viljum líka vera ákveðnir og pressa á þá eins og við erum vanir."

„Ég held að við breytum ekki okkar kerfi en aðlögum okkur betur að þessum hávaxna framherja. Ef við gerum það þá ræður Óskar hvernig hann gerir það,"
sagði Oliver um andstæðingana.

Nánar var rætt við Oliver og verður meira úr viðtalinu birt seinna í dag. Leikurinn gegn Aberdeen hefst klukkan 19:00 á morgun.
Athugasemdir
banner
banner