fim 04. ágúst 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rekinn frá Palmeiras fyrir morð af gáleysi
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Palmeiras er búið að reka Renan frá félaginu eftir að hann keyrði yfir mann og hefur verið kærður fyrir morð af gáleysi.


Renan var undir áhrifum áfengis og að keyra próflaus. Hann hafði misst prófið eftir að hafa fengið 24 sektir á einu ári, þar á meðal 18 fyrir hraðakstur.

Renan, sem er aðeins 20 ára gamall, gæti endað í allt að tíu ára fangelsi en ólíklegt er að réttað verði í málinu á næstunni. Leikmaðurinn er laus gegn lausnargjaldi og gæti samið við nýtt félag.

Það eru mörg fordæmi í fótboltaheiminum þar sem ofbeldismenn og morðingjar af gáleysi finna sér ný félög. 

Ef skoðað er brasilísku deildina má finna tvö nýleg dæmi þar sem Marcinho og Erick Pulgar eru nýlega gengnir til liðs við Bahia og Flamengo en þeir hafa báðir orsakað banaslys á veginum. Pulgar var dæmdur fyrir sitt atvik en mál Marcinho er enn í gangi.

Marcos Alonso, leikmaður Chelsea sem er eftirsóttur af Barcelona, orsakaði einnig banaslys undir áhrifum en náði að leysa það með greiðslu til fjölskyldu fórnarlambsins utan dómsals.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner