Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   sun 04. ágúst 2024 17:40
Sölvi Haraldsson
Lítur upp til fyrrum leikmann félagsins - Ætlar að skrifa söguna
Savinho er spenntur að spila fyrir Man City.
Savinho er spenntur að spila fyrir Man City.
Mynd: Manchester City

Nýjasti leikmaður Man City, Savinho, langar að skrifa söguna með félaginu en hann leit mjög mikið upp til fyrrum leikmann Manchester City, Riyad Mahrez, er hann var lítill drengur að horfa á fótbolta.


Tvítugi brassinn skrifaði undir 5 ára samning hjá félaginu í sumar en hann kom frá franska liðinu Troyes.Á seinustu leiktíð var hann á láni hjá Girona og hjálpaði þeim að ná Meistaradeildarsætinu í deildinni.

Savinho er ánægður að vera kominn til Manchester City og er spenntur byrja tímabilið með Manchester liðinu.

Ég er ánægður að vera kominn hingað, þetta er mikill heiður. Ég ætla að gera mitt allra besta hjá Manchester City. Ég er gífurlega spenntur að spila í Meistaradeildinni með Man City, þetta er nýr kafli í sögunni.

Savinho segir að hann hafi ætíð litið upp til fyrrum leikmans Manchester City, Riyad Mahrez, og verður segja númer 26 sem er gamla númer Mahrez.

Mahrez hefur verið fyrirmyndin mín síðan ég horfði fyrst á hann sem lítill drengur. Hann hefur skrifað söguna hérna, Mahrez er Mahrez og Savinho er Savinho. Núna er komið að mér að skrifa söguna.‘ sagði Savinho.


Athugasemdir
banner
banner
banner