Elvar Geir Magnússon skrifar frá Bern

„Þeir eru með besta liðið í riðlinum en ef við spilum okkar besta leik þá getum við alveg strítt þeim og jafnvel náð í þrjú stig," segir Kolbeinn Sigþórsson.
Íslenska landsliðið er í Bern að búa sig undir mikilvægan landsleik gegn Sviss sem fram fer á föstudag.
Íslenska landsliðið er í Bern að búa sig undir mikilvægan landsleik gegn Sviss sem fram fer á föstudag.
„Hefðum við verið aðeins heppnari í fyrri leiknum hefðum við getað náð í þrjú stig svo það er allt hægt í þessu."
„Við erum með mjög góða leikmenn og eigum ekki að vera hræddir við þá. Það er pressa á þeim en ég held að það sé líka pressa á okkur."
Sviss er á toppi riðilsins með fjórtán stig, hefur ekki tapað leik og aðeins fengið eitt mark á sig.
Í sjónvarpinu hér að ofan má sjá viðtalið við Kolbein í heild sinni.
Athugasemdir