Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mið 04. september 2024 22:40
Sölvi Haraldsson
Nik um Sporting: Verður erfiðasti leikur tímabilsins
Kvenaboltinn
Nik var ánægður með margt í dag.
Nik var ánægður með margt í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

 „Við kláruðum verkefnið. Ég var mjög ánægður með margt í dag. Við skoruðum nokkur glæsileg mörk og spiluðum vel. Við kláruðum bara verkefnið, þetta hefði alveg getað verið bananahýði þar sem þær eru með góða leikmenn. En við kláruðum verkefnið og einbeitum okkur að Sporting núna.“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 6-1 sigur á FC Minsk í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 FC Minsk

Seinni hálfleikur Brieiðabliks fór meira í að stýra leiknum eftir að hafa verið 4-1 yfir í hálfleik.

 „Við vildum bara stýra leiknum betur og færa boltann betur. Seinustu 20 mínúturnar fór svo bara í hvíla leikmenn og róa leikinn niður þar sem við eigum mikilvægan leik á laugardaginn. Núna þurfum við bara að einbeita okkur að þessu erfiða verkefni á laugardaginn.

Katrín Ásbjörnsdóttir er fyrsti leikmaður Breiðabliks til að skora þrennu þetta sumar þegar hún skoraði þrjú mörk gegn FC Minsk í kvöld.

 „Þetta er held ég fyrsta þrenna sem einhver leikmaður hjá okkur skorar. Hún skoraði mjög góð mörk. Við sköpuðum líka fullt af færum og ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu. Stór leikur á laugardaginn gegn Sporting.

Næsti leikur Breiðabliks er í sömu keppni og í dag nema gegn Sporting en Nik segir að það muni vera erfiðasta leik tímabilsins.

 „Þetta verður erfiðasti leikur sumarsins til þessa. Þær spiluðu með tígulmiðju í dag. Það verður gaman að sjá tígulmiðju mæta tígulmiðju. Þetta verður skemmtilegt próf fyrir mig sem þjálfara að mæta glænýjum andstæðing sem við höfum ekki langan tíma til að leikgreina. Þetta verður skemmtileg reynsla. Við munum sýna betri frammistöðu, hvort það skili sigri eða ekki verður bara að koma í ljós.

Nik segir að Breiðablik sé ekkert að hugsa um deildina þessa dagana heldur fer öll þeirra einbeiting á leikinn við Sporting á laugardaginn.

 „Við höfum ekkert hugsað um deildina núna. Það er bara Sporting á laugardaginn og við viljum halda áfram að vinna leiki og skora mörk og halda hreinu. Vonandi getum við haldið því áfram í leiknum á laugardaginn gegn Sporting.“ sagði Nik Chamberlain.

Nánar er rætt við Nik í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner