Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mið 04. september 2024 22:40
Sölvi Haraldsson
Nik um Sporting: Verður erfiðasti leikur tímabilsins
Nik var ánægður með margt í dag.
Nik var ánægður með margt í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

 „Við kláruðum verkefnið. Ég var mjög ánægður með margt í dag. Við skoruðum nokkur glæsileg mörk og spiluðum vel. Við kláruðum bara verkefnið, þetta hefði alveg getað verið bananahýði þar sem þær eru með góða leikmenn. En við kláruðum verkefnið og einbeitum okkur að Sporting núna.“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 6-1 sigur á FC Minsk í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 FC Minsk

Seinni hálfleikur Brieiðabliks fór meira í að stýra leiknum eftir að hafa verið 4-1 yfir í hálfleik.

 „Við vildum bara stýra leiknum betur og færa boltann betur. Seinustu 20 mínúturnar fór svo bara í hvíla leikmenn og róa leikinn niður þar sem við eigum mikilvægan leik á laugardaginn. Núna þurfum við bara að einbeita okkur að þessu erfiða verkefni á laugardaginn.

Katrín Ásbjörnsdóttir er fyrsti leikmaður Breiðabliks til að skora þrennu þetta sumar þegar hún skoraði þrjú mörk gegn FC Minsk í kvöld.

 „Þetta er held ég fyrsta þrenna sem einhver leikmaður hjá okkur skorar. Hún skoraði mjög góð mörk. Við sköpuðum líka fullt af færum og ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu. Stór leikur á laugardaginn gegn Sporting.

Næsti leikur Breiðabliks er í sömu keppni og í dag nema gegn Sporting en Nik segir að það muni vera erfiðasta leik tímabilsins.

 „Þetta verður erfiðasti leikur sumarsins til þessa. Þær spiluðu með tígulmiðju í dag. Það verður gaman að sjá tígulmiðju mæta tígulmiðju. Þetta verður skemmtilegt próf fyrir mig sem þjálfara að mæta glænýjum andstæðing sem við höfum ekki langan tíma til að leikgreina. Þetta verður skemmtileg reynsla. Við munum sýna betri frammistöðu, hvort það skili sigri eða ekki verður bara að koma í ljós.

Nik segir að Breiðablik sé ekkert að hugsa um deildina þessa dagana heldur fer öll þeirra einbeiting á leikinn við Sporting á laugardaginn.

 „Við höfum ekkert hugsað um deildina núna. Það er bara Sporting á laugardaginn og við viljum halda áfram að vinna leiki og skora mörk og halda hreinu. Vonandi getum við haldið því áfram í leiknum á laugardaginn gegn Sporting.“ sagði Nik Chamberlain.

Nánar er rætt við Nik í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner