Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. október 2020 22:07
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Aarhus í öðru sæti - Mikael spilaði fyrir meistarana
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði Århus sem gerði jafntefli Ålborg í danska boltanum í dag.

Århus var mun betri aðilinn óg voru Jón Dagur og félagar óheppnir að fara ekki með sigur úr býtum. Þeir hafa farið vel af stað og eru með átta stig eftir fjórar umferðir.

Jón Dagur spilaði í 87 mínútur og komst nálægt því að skora en það hafðist ekki. Hann er búinn að spila í öllum leikjum Århus á tímabilinu og skoraði mark í sigri gegn Vejle í fyrstu umferð.

Mikael Neville Anderson kom þá inn af bekknum er ríkjandi meistrarar Midtjylland gerðu jafntefli við Horsens, félagið sem Stefán Teitur Þórðarson er að ganga til liðs við.

Mikael kom inn á 60. mínútu í stöðunni 2-2 en tókst ekki að gera sigurmarkið. Midtjylland er með sjö stig eftir jafnteflið.

Að lokum átti Kaupmannahöfn heimaleik gegn Nordsjælland en Ragnar Sigurðsson var hvergi sjáanlegur í 3-2 sigri. Þetta reyndist fyrsti sigur Kaupmannahafnar á tímabilinu og er liðið með fjögur stig.

Ålborg 1 - 1 Århus
0-1 P. Mortensen ('40, víti)
1-1 F. Borstling ('76)

Horsens 2 - 2 Midtjylland
0-1 A. Dreyer ('23)
0-2 Junior Brumado ('32)
1-2 J. Pohl ('35)
2-2 J. Pohl ('45, víti)

Kaupmannahöfn 3 - 2 Nordsjælland
1-0 N. Boilesen ('6)
1-1 Dimoande Mohammed ('17)
2-1 J. Wind ('30)
2-2 M. Frese ('48)
3-2 J. Wind ('60, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner