Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 04. október 2020 20:32
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Man Utd og Tottenham: Fimm tvistar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sky Sports gaf fimm leikmönnum Manchester United 2 í einkunn eftir sögulegt tap gegn Tottenham á Old Trafford.

Donny van de Beek, sem kom inn af bekknum, var besti leikmaður Man Utd með 5 í einkunn. Eric Bailly, Harry Maguire, Luke Shaw, Paul Pogba og Anthony Martial voru allir tvistaðir.

Martial fékk rautt spjald á 28. mínútu en hafði verið fínn fram að því og fiskaði vítaspyrnu í upphafi leiks, sem Bruno Fernandes skoraði úr. Pogba fær beina sök á tveimur mörkum á meðan Maguire, Shaw og Bailly voru hrikalegir og litu illa út í öftustu línu.

Harry Kane var maður leiksins og fékk hann 9 í einkunn rétt eins og Heung-min Son og Serge Aurier.

Enginn leikmaður Tottenham fékk undir 7 fyrir sinn þátt enda var bara eitt lið á vellinum.

Harry Kane var valinn sem maður leiksins. Hann skoraði tvö og lagði eitt upp.

Man Utd: De Gea (4), Wan-Bissaka (3), Bailly (2), Maguire (2), Shaw (2), Matic (3), Pogba (2), Greenwood (4), Fernandes (4), Rashford (4), Martial (2)
Varamenn: Fred (4), McTominay (4), Van de Beek (5)

Tottenham: Lloris (7), Aurier (9), Sanchez (7), Dier (7), Reguilon (8), Hojbjerg (8), Sissoko (8), Ndombele (8), Lamela (7), Son (9), Kane (9)
Varamenn: Davies (7), Alli (7), Lucas Moura (6)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner