Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning að hafa ekki örlögin í okkar eigin höndum"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
banner
   sun 04. október 2020 21:59
Kristófer Jónsson
Ólafur Ingi: Þurfum að spila með stæl og sjá hvert það tekur okkur
Óli var svekktur að leikslokum.
Óli var svekktur að leikslokum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap gegn Breiðablik í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Fylkismenn komust yfir í fyrri hálfleik en stuttu seinna var Breiðablik búið að skora tvö mörk.

„Ég er svekktur og það er alltaf leiðinlegt að tapa. Við byrjum leikinn ákaflega vel og komumst yfir og erum svolítið með þá þar sem að við vildum. Þeir gáfu okkur sénsa á breikinu og hefðum getað skorað annað mark með smá heppni" sagði Ólafur Ingi eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Fylkir

Leikurinn var gríðalega mikilvægur í Evrópubaráttu beggja liða en fyrir leikinn í kvöld voru þau jöfn að stigum.

„Eins og við höfum alltaf sagt er þetta einn leikur í einu. Við erum búnir að vera nokkuð stabílir í ár en þessi leikur var vissulega ekki nógu góður. Það eru fjórir leikir eftir og við þurfum að spila þá með stæl og sjá hvert að það tekur okkur."

Ólafur Ingi hefur verið mikið í umræðunni í vikuna eftir atvik sem kom upp í leik Fylkis gegn KR þar sem að Beitir Ólafsson, markvörður KR, fékk rautt spjald. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, kallaði þá Óla svindlara en hefur beðið hann afsökunar á þeim ummælum.

„Þetta er bara í baksýnisspeglinum, gleymt og grafið og búið. Þannig að við höldum bara áfram, fjórir leikir eftir og spennandi landsleikur. Þannig að það er bara bjart framundan." sagði Ólafur Ingi að lokum.
Athugasemdir