Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   sun 04. október 2020 21:59
Kristófer Jónsson
Ólafur Ingi: Þurfum að spila með stæl og sjá hvert það tekur okkur
Óli var svekktur að leikslokum.
Óli var svekktur að leikslokum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap gegn Breiðablik í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Fylkismenn komust yfir í fyrri hálfleik en stuttu seinna var Breiðablik búið að skora tvö mörk.

„Ég er svekktur og það er alltaf leiðinlegt að tapa. Við byrjum leikinn ákaflega vel og komumst yfir og erum svolítið með þá þar sem að við vildum. Þeir gáfu okkur sénsa á breikinu og hefðum getað skorað annað mark með smá heppni" sagði Ólafur Ingi eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Fylkir

Leikurinn var gríðalega mikilvægur í Evrópubaráttu beggja liða en fyrir leikinn í kvöld voru þau jöfn að stigum.

„Eins og við höfum alltaf sagt er þetta einn leikur í einu. Við erum búnir að vera nokkuð stabílir í ár en þessi leikur var vissulega ekki nógu góður. Það eru fjórir leikir eftir og við þurfum að spila þá með stæl og sjá hvert að það tekur okkur."

Ólafur Ingi hefur verið mikið í umræðunni í vikuna eftir atvik sem kom upp í leik Fylkis gegn KR þar sem að Beitir Ólafsson, markvörður KR, fékk rautt spjald. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, kallaði þá Óla svindlara en hefur beðið hann afsökunar á þeim ummælum.

„Þetta er bara í baksýnisspeglinum, gleymt og grafið og búið. Þannig að við höldum bara áfram, fjórir leikir eftir og spennandi landsleikur. Þannig að það er bara bjart framundan." sagði Ólafur Ingi að lokum.
Athugasemdir
banner