Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 04. október 2020 20:59
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Coutinho gerði jöfnunarmark Barca
Barcelona og Sevilla mættust í stórleik helgarinnar í spænska boltanum og komust gestirnir yfir snemma leiks þegar Luuk de Jong skoraði eftir hornspyrnu.

Gleðin var þó skammlíf því Philippe Coutinho jafnaði tveimur mínútum síðar og var staðan 1-1 á tíundu mínútu.

Jafnræði ríkti með liðunum sem fengu bæði góð færi til að skora en inn vildi boltinn ekki og lokatölur urðu 1-1.

Liðin eru jöfn með sjö stig eftir þrjár umferðir.

Barcelona 1 - 1 Sevilla
0-1 Luuk de Jong ('8 )
1-1 Philippe Coutinho ('10 )

Nýliðar Cadiz náðu þá jafntefli gegn Granada.

German Sanchez kom Granada yfir í fyrri hálfleik og jafnaði Ivan Alejo í upphafi síðari hálfleiks.

Leikurinn var nokkuð jafn og tókst hvorugu liði að bæta við marki. Sanngjarnt jafntefli því niðurstaðan.

Bæði lið eru með sjö stig. Cadiz er búið með fimm leiki og Granada fjóra.

Cadiz 1 - 1 Granada CF
0-1 German Sanchez ('27 )
1-1 Ivan Alejo ('48 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir